Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2021 19:53 Siglfirðinar treysta mjög á það að samgöngur í gegnum jarðgöngin í sveitarfélaginu séu greiðar. Vísir/Egill Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23
„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11
Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01
Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels