Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Gissur Sigurðsson skrifar 10. júlí 2017 13:48 Það er ekki nóg með að Vestfjarðagöng, þar sem slys varð um helgina, og fleiri göng á landinu standist ekki öryggissúttekt EuroRap í Evrópu, heldur eru fern göng að hluta til klædd að innan með eldfimum efnum. Ólafur Guðmundsson starfsmaður EuroRap hér á landi segir að nokkur jarðgöng hérlendis standist alls ekki kröfur sem gerðar eru til jarðganga á meginlandinu. Það sé fyrir margra hluta sakir, til að mynda hvað varðar breidd þeirra í ljós breytts umferðarmagns. Þá eru sum þeirra klædd mjög eldfimum efnum - „sem eru fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag,“ segir Ólafur. Hann segir að þó megi nota þessa klæðningu í jarðgöngum sé gert ráð fyrir því að sprautað sé steypu innan á hana, sem er gert í öðrum göngum. Það hafi hins vegar aldrei verið gert þarna, sennilega til að spara peninga að sögn Ólafs. Hann segir að Vestfjarðargöngin séu „klárlega“ hættuleg hvað þetta varðar - en þetta séu ekki einu göngin sem klædd eru með þessu efni. Strákagöng, Múlagöng og göngin sem verið er að leggja í Oddskarði séu einnig klædd þessu eldfima efni. „Út frá öryggissjónarmiðum er þetta alls ekki ásættanlegt. Þetta eru líka afskekktar byggðir, eins og Suðureyri, sem yrðu algjörlega afkróaaðar ef eitthvað kæmi upp á í göngunum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort ráðlegra væri að breikka göng eða hreinlega grafa ný til að koma í veg fyrir slys sambærilegu því og varð um helgina telur Ólafur það ekki vera „neitt stórmál“ að breikka svona göng. Þetta sé þó auðvitað spurning um kostnaðarmat. Spjall þeirra Gissurar Sigurðssonar og Ólafs má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Það er ekki nóg með að Vestfjarðagöng, þar sem slys varð um helgina, og fleiri göng á landinu standist ekki öryggissúttekt EuroRap í Evrópu, heldur eru fern göng að hluta til klædd að innan með eldfimum efnum. Ólafur Guðmundsson starfsmaður EuroRap hér á landi segir að nokkur jarðgöng hérlendis standist alls ekki kröfur sem gerðar eru til jarðganga á meginlandinu. Það sé fyrir margra hluta sakir, til að mynda hvað varðar breidd þeirra í ljós breytts umferðarmagns. Þá eru sum þeirra klædd mjög eldfimum efnum - „sem eru fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag,“ segir Ólafur. Hann segir að þó megi nota þessa klæðningu í jarðgöngum sé gert ráð fyrir því að sprautað sé steypu innan á hana, sem er gert í öðrum göngum. Það hafi hins vegar aldrei verið gert þarna, sennilega til að spara peninga að sögn Ólafs. Hann segir að Vestfjarðargöngin séu „klárlega“ hættuleg hvað þetta varðar - en þetta séu ekki einu göngin sem klædd eru með þessu efni. Strákagöng, Múlagöng og göngin sem verið er að leggja í Oddskarði séu einnig klædd þessu eldfima efni. „Út frá öryggissjónarmiðum er þetta alls ekki ásættanlegt. Þetta eru líka afskekktar byggðir, eins og Suðureyri, sem yrðu algjörlega afkróaaðar ef eitthvað kæmi upp á í göngunum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort ráðlegra væri að breikka göng eða hreinlega grafa ný til að koma í veg fyrir slys sambærilegu því og varð um helgina telur Ólafur það ekki vera „neitt stórmál“ að breikka svona göng. Þetta sé þó auðvitað spurning um kostnaðarmat. Spjall þeirra Gissurar Sigurðssonar og Ólafs má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira