Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Gissur Sigurðsson skrifar 10. júlí 2017 13:48 Það er ekki nóg með að Vestfjarðagöng, þar sem slys varð um helgina, og fleiri göng á landinu standist ekki öryggissúttekt EuroRap í Evrópu, heldur eru fern göng að hluta til klædd að innan með eldfimum efnum. Ólafur Guðmundsson starfsmaður EuroRap hér á landi segir að nokkur jarðgöng hérlendis standist alls ekki kröfur sem gerðar eru til jarðganga á meginlandinu. Það sé fyrir margra hluta sakir, til að mynda hvað varðar breidd þeirra í ljós breytts umferðarmagns. Þá eru sum þeirra klædd mjög eldfimum efnum - „sem eru fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag,“ segir Ólafur. Hann segir að þó megi nota þessa klæðningu í jarðgöngum sé gert ráð fyrir því að sprautað sé steypu innan á hana, sem er gert í öðrum göngum. Það hafi hins vegar aldrei verið gert þarna, sennilega til að spara peninga að sögn Ólafs. Hann segir að Vestfjarðargöngin séu „klárlega“ hættuleg hvað þetta varðar - en þetta séu ekki einu göngin sem klædd eru með þessu efni. Strákagöng, Múlagöng og göngin sem verið er að leggja í Oddskarði séu einnig klædd þessu eldfima efni. „Út frá öryggissjónarmiðum er þetta alls ekki ásættanlegt. Þetta eru líka afskekktar byggðir, eins og Suðureyri, sem yrðu algjörlega afkróaaðar ef eitthvað kæmi upp á í göngunum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort ráðlegra væri að breikka göng eða hreinlega grafa ný til að koma í veg fyrir slys sambærilegu því og varð um helgina telur Ólafur það ekki vera „neitt stórmál“ að breikka svona göng. Þetta sé þó auðvitað spurning um kostnaðarmat. Spjall þeirra Gissurar Sigurðssonar og Ólafs má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Það er ekki nóg með að Vestfjarðagöng, þar sem slys varð um helgina, og fleiri göng á landinu standist ekki öryggissúttekt EuroRap í Evrópu, heldur eru fern göng að hluta til klædd að innan með eldfimum efnum. Ólafur Guðmundsson starfsmaður EuroRap hér á landi segir að nokkur jarðgöng hérlendis standist alls ekki kröfur sem gerðar eru til jarðganga á meginlandinu. Það sé fyrir margra hluta sakir, til að mynda hvað varðar breidd þeirra í ljós breytts umferðarmagns. Þá eru sum þeirra klædd mjög eldfimum efnum - „sem eru fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag,“ segir Ólafur. Hann segir að þó megi nota þessa klæðningu í jarðgöngum sé gert ráð fyrir því að sprautað sé steypu innan á hana, sem er gert í öðrum göngum. Það hafi hins vegar aldrei verið gert þarna, sennilega til að spara peninga að sögn Ólafs. Hann segir að Vestfjarðargöngin séu „klárlega“ hættuleg hvað þetta varðar - en þetta séu ekki einu göngin sem klædd eru með þessu efni. Strákagöng, Múlagöng og göngin sem verið er að leggja í Oddskarði séu einnig klædd þessu eldfima efni. „Út frá öryggissjónarmiðum er þetta alls ekki ásættanlegt. Þetta eru líka afskekktar byggðir, eins og Suðureyri, sem yrðu algjörlega afkróaaðar ef eitthvað kæmi upp á í göngunum,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort ráðlegra væri að breikka göng eða hreinlega grafa ný til að koma í veg fyrir slys sambærilegu því og varð um helgina telur Ólafur það ekki vera „neitt stórmál“ að breikka svona göng. Þetta sé þó auðvitað spurning um kostnaðarmat. Spjall þeirra Gissurar Sigurðssonar og Ólafs má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira