Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 16:23 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“ Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“
Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45