„Ef Arnar vill hafa mig þá er ég til í að klára þessa keppni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2021 21:15 Birkir Már Sævarsson í baráttu við Leroy Sane í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Birkir Már Sævarsson, bakvörður íslenska landsliðsins, var svekktur með 4-0 tap liðsins gegn Þjóðverjum. Hann segir að það sé erfitt að spila á móti jafn sterku liði og Þjóðverjum, og að þeir refsi þér um leið og þú gleymir þér í eina millisekúndu. „Þetta var mjög erfitt, það er bara drullu erfitt að spila á móti Þjóðverjum,“ sagði Birkir Már eftir tapið í kvöld. „Þeir eru með virkilega gott lið og það má ekki gleyma sér í millisekúndu því þá eru þeir búnir að stinga sér í gegn eða komnir með eitthvað þríhyrnigsspil. Þetta var erfitt, en við áttum samt einhverja smá spretti inn á milli.“ „Í fyrri hálfleik sköpuðu þeir ekkert rosalega mikið þó að þeir væru mikið með boltann. Þetta var kannski mikið af hálffærum. En svo í seinni hálfleik komu færi og það fauk allavega í mig þegar að leið á leikinn.“ Klippa: Birkir Már Eins og Birkir segir, fengu Þjóðverjar mikið af færum í seinni hálfleik og hefðu getað skorað fleiri mörk. Birkir segir að varnarleikur liðsins hafi ekki verið sá besti og að erfitt sé að eiga við jafn gott lið og Þjóðverjana. „Við vorum kannski aðeins farnir að færa okkur framar og reyna að gera eitthvað í seinni hálfleik. Þá náttúrulega opnast svæði af því að við þurftum að taka sénsa eins og í síðasta leik.“ „Gott lið eins og Þjóðverjarnir þeir finna glufurnar. Þeir eru með mjög fljóta leikmenn og við vorum eiginlega alltaf í undirtölu. Það er bara erfitt að eiga við þá, sérstakelga ef maður ætlar að taka einhverja sénsa til að skora.“ Birkir segir það sé sárt að horfa á stöðu Íslands í riðlinum, sérstaklega í ljósi þess að liðið sá möguleika þegar dregið var í riðlinum. „Þegar að það var dregið þá sá maður klárlega möguleika á að komast áfram. Því miður höfum við ekki náð í úrslit, en ég hef trú á því að þegar að þetta lið er búið að spila nokkra leiki saman og ungu strákarnir eru komnir aðeins betur inn í þetta þá fari úrslitin að detta.“ „Ég vona bara að í næsta mánuði, þá erum við enn og aftur með tvo heimaleiki, að við séum búnir að slípa okkur það vel saman að við náum bara í eins mörg stig og mögulegt er.“ Birkir Már og nafni hans Bjarnason eru nú báðir komnir yfir hundrað leiki með íslenska landsliðinu. Birkir segist ætla að klára þessa leiki sem eftir eru á árinu og sjá svo til með framhaldið. „Ég ætla að klára þessa keppni allavega og svo ætla ég bara að leggjast undir feld og skoða þetta. Ég ætla allavega að klára þessa keppni. Ég ætla að byrja á því að lofa því, ef Arnar vill hafa mig það er að segja, þá er ég til í að klára þessa keppni.“ HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 8. september 2021 21:15 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:07 Twitter horfði á spaugilegar hliðar lífsins: „Hvernig er máltækið aftur? Werner besta sóknin?“ Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Íslenska liðið getur þakkað Timo Werner, framherja gestanna, að ekki fór verr. 8. september 2021 21:00 Ísak Bergmann: Við ungu leikmennirnir erum að reyna að vinna okkur inn í þetta Ísak Bergmann Jóhannesson var ánægður með hvernig ungu strákarnir komu inn í íslenska landsliðið í leikjunum þremur sem eru að baki. Íslenska liðið náði í eitt stig af níu mögulegum í þremur heimaleikjum. 8. september 2021 20:55 Albert Guðmundsson: Úrslitin segja svo sem allt „Úrslitin segja svo sem allt. Þeir eru góðir en það er fullmikill skellur að fá svona mörg mörk í andlitið,“ sagði Albert Guðmundsson, framherji Íslands í kvöld, að loknu 4-0 tapi Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM. 8. september 2021 21:10 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Þetta var mjög erfitt, það er bara drullu erfitt að spila á móti Þjóðverjum,“ sagði Birkir Már eftir tapið í kvöld. „Þeir eru með virkilega gott lið og það má ekki gleyma sér í millisekúndu því þá eru þeir búnir að stinga sér í gegn eða komnir með eitthvað þríhyrnigsspil. Þetta var erfitt, en við áttum samt einhverja smá spretti inn á milli.“ „Í fyrri hálfleik sköpuðu þeir ekkert rosalega mikið þó að þeir væru mikið með boltann. Þetta var kannski mikið af hálffærum. En svo í seinni hálfleik komu færi og það fauk allavega í mig þegar að leið á leikinn.“ Klippa: Birkir Már Eins og Birkir segir, fengu Þjóðverjar mikið af færum í seinni hálfleik og hefðu getað skorað fleiri mörk. Birkir segir að varnarleikur liðsins hafi ekki verið sá besti og að erfitt sé að eiga við jafn gott lið og Þjóðverjana. „Við vorum kannski aðeins farnir að færa okkur framar og reyna að gera eitthvað í seinni hálfleik. Þá náttúrulega opnast svæði af því að við þurftum að taka sénsa eins og í síðasta leik.“ „Gott lið eins og Þjóðverjarnir þeir finna glufurnar. Þeir eru með mjög fljóta leikmenn og við vorum eiginlega alltaf í undirtölu. Það er bara erfitt að eiga við þá, sérstakelga ef maður ætlar að taka einhverja sénsa til að skora.“ Birkir segir það sé sárt að horfa á stöðu Íslands í riðlinum, sérstaklega í ljósi þess að liðið sá möguleika þegar dregið var í riðlinum. „Þegar að það var dregið þá sá maður klárlega möguleika á að komast áfram. Því miður höfum við ekki náð í úrslit, en ég hef trú á því að þegar að þetta lið er búið að spila nokkra leiki saman og ungu strákarnir eru komnir aðeins betur inn í þetta þá fari úrslitin að detta.“ „Ég vona bara að í næsta mánuði, þá erum við enn og aftur með tvo heimaleiki, að við séum búnir að slípa okkur það vel saman að við náum bara í eins mörg stig og mögulegt er.“ Birkir Már og nafni hans Bjarnason eru nú báðir komnir yfir hundrað leiki með íslenska landsliðinu. Birkir segist ætla að klára þessa leiki sem eftir eru á árinu og sjá svo til með framhaldið. „Ég ætla að klára þessa keppni allavega og svo ætla ég bara að leggjast undir feld og skoða þetta. Ég ætla allavega að klára þessa keppni. Ég ætla að byrja á því að lofa því, ef Arnar vill hafa mig það er að segja, þá er ég til í að klára þessa keppni.“
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 8. september 2021 21:15 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:07 Twitter horfði á spaugilegar hliðar lífsins: „Hvernig er máltækið aftur? Werner besta sóknin?“ Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Íslenska liðið getur þakkað Timo Werner, framherja gestanna, að ekki fór verr. 8. september 2021 21:00 Ísak Bergmann: Við ungu leikmennirnir erum að reyna að vinna okkur inn í þetta Ísak Bergmann Jóhannesson var ánægður með hvernig ungu strákarnir komu inn í íslenska landsliðið í leikjunum þremur sem eru að baki. Íslenska liðið náði í eitt stig af níu mögulegum í þremur heimaleikjum. 8. september 2021 20:55 Albert Guðmundsson: Úrslitin segja svo sem allt „Úrslitin segja svo sem allt. Þeir eru góðir en það er fullmikill skellur að fá svona mörg mörk í andlitið,“ sagði Albert Guðmundsson, framherji Íslands í kvöld, að loknu 4-0 tapi Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM. 8. september 2021 21:10 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45
Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 8. september 2021 21:15
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:07
Twitter horfði á spaugilegar hliðar lífsins: „Hvernig er máltækið aftur? Werner besta sóknin?“ Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Íslenska liðið getur þakkað Timo Werner, framherja gestanna, að ekki fór verr. 8. september 2021 21:00
Ísak Bergmann: Við ungu leikmennirnir erum að reyna að vinna okkur inn í þetta Ísak Bergmann Jóhannesson var ánægður með hvernig ungu strákarnir komu inn í íslenska landsliðið í leikjunum þremur sem eru að baki. Íslenska liðið náði í eitt stig af níu mögulegum í þremur heimaleikjum. 8. september 2021 20:55
Albert Guðmundsson: Úrslitin segja svo sem allt „Úrslitin segja svo sem allt. Þeir eru góðir en það er fullmikill skellur að fá svona mörg mörk í andlitið,“ sagði Albert Guðmundsson, framherji Íslands í kvöld, að loknu 4-0 tapi Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM. 8. september 2021 21:10