„Ef Arnar vill hafa mig þá er ég til í að klára þessa keppni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2021 21:15 Birkir Már Sævarsson í baráttu við Leroy Sane í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Birkir Már Sævarsson, bakvörður íslenska landsliðsins, var svekktur með 4-0 tap liðsins gegn Þjóðverjum. Hann segir að það sé erfitt að spila á móti jafn sterku liði og Þjóðverjum, og að þeir refsi þér um leið og þú gleymir þér í eina millisekúndu. „Þetta var mjög erfitt, það er bara drullu erfitt að spila á móti Þjóðverjum,“ sagði Birkir Már eftir tapið í kvöld. „Þeir eru með virkilega gott lið og það má ekki gleyma sér í millisekúndu því þá eru þeir búnir að stinga sér í gegn eða komnir með eitthvað þríhyrnigsspil. Þetta var erfitt, en við áttum samt einhverja smá spretti inn á milli.“ „Í fyrri hálfleik sköpuðu þeir ekkert rosalega mikið þó að þeir væru mikið með boltann. Þetta var kannski mikið af hálffærum. En svo í seinni hálfleik komu færi og það fauk allavega í mig þegar að leið á leikinn.“ Klippa: Birkir Már Eins og Birkir segir, fengu Þjóðverjar mikið af færum í seinni hálfleik og hefðu getað skorað fleiri mörk. Birkir segir að varnarleikur liðsins hafi ekki verið sá besti og að erfitt sé að eiga við jafn gott lið og Þjóðverjana. „Við vorum kannski aðeins farnir að færa okkur framar og reyna að gera eitthvað í seinni hálfleik. Þá náttúrulega opnast svæði af því að við þurftum að taka sénsa eins og í síðasta leik.“ „Gott lið eins og Þjóðverjarnir þeir finna glufurnar. Þeir eru með mjög fljóta leikmenn og við vorum eiginlega alltaf í undirtölu. Það er bara erfitt að eiga við þá, sérstakelga ef maður ætlar að taka einhverja sénsa til að skora.“ Birkir segir það sé sárt að horfa á stöðu Íslands í riðlinum, sérstaklega í ljósi þess að liðið sá möguleika þegar dregið var í riðlinum. „Þegar að það var dregið þá sá maður klárlega möguleika á að komast áfram. Því miður höfum við ekki náð í úrslit, en ég hef trú á því að þegar að þetta lið er búið að spila nokkra leiki saman og ungu strákarnir eru komnir aðeins betur inn í þetta þá fari úrslitin að detta.“ „Ég vona bara að í næsta mánuði, þá erum við enn og aftur með tvo heimaleiki, að við séum búnir að slípa okkur það vel saman að við náum bara í eins mörg stig og mögulegt er.“ Birkir Már og nafni hans Bjarnason eru nú báðir komnir yfir hundrað leiki með íslenska landsliðinu. Birkir segist ætla að klára þessa leiki sem eftir eru á árinu og sjá svo til með framhaldið. „Ég ætla að klára þessa keppni allavega og svo ætla ég bara að leggjast undir feld og skoða þetta. Ég ætla allavega að klára þessa keppni. Ég ætla að byrja á því að lofa því, ef Arnar vill hafa mig það er að segja, þá er ég til í að klára þessa keppni.“ HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 8. september 2021 21:15 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:07 Twitter horfði á spaugilegar hliðar lífsins: „Hvernig er máltækið aftur? Werner besta sóknin?“ Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Íslenska liðið getur þakkað Timo Werner, framherja gestanna, að ekki fór verr. 8. september 2021 21:00 Ísak Bergmann: Við ungu leikmennirnir erum að reyna að vinna okkur inn í þetta Ísak Bergmann Jóhannesson var ánægður með hvernig ungu strákarnir komu inn í íslenska landsliðið í leikjunum þremur sem eru að baki. Íslenska liðið náði í eitt stig af níu mögulegum í þremur heimaleikjum. 8. september 2021 20:55 Albert Guðmundsson: Úrslitin segja svo sem allt „Úrslitin segja svo sem allt. Þeir eru góðir en það er fullmikill skellur að fá svona mörg mörk í andlitið,“ sagði Albert Guðmundsson, framherji Íslands í kvöld, að loknu 4-0 tapi Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM. 8. september 2021 21:10 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
„Þetta var mjög erfitt, það er bara drullu erfitt að spila á móti Þjóðverjum,“ sagði Birkir Már eftir tapið í kvöld. „Þeir eru með virkilega gott lið og það má ekki gleyma sér í millisekúndu því þá eru þeir búnir að stinga sér í gegn eða komnir með eitthvað þríhyrnigsspil. Þetta var erfitt, en við áttum samt einhverja smá spretti inn á milli.“ „Í fyrri hálfleik sköpuðu þeir ekkert rosalega mikið þó að þeir væru mikið með boltann. Þetta var kannski mikið af hálffærum. En svo í seinni hálfleik komu færi og það fauk allavega í mig þegar að leið á leikinn.“ Klippa: Birkir Már Eins og Birkir segir, fengu Þjóðverjar mikið af færum í seinni hálfleik og hefðu getað skorað fleiri mörk. Birkir segir að varnarleikur liðsins hafi ekki verið sá besti og að erfitt sé að eiga við jafn gott lið og Þjóðverjana. „Við vorum kannski aðeins farnir að færa okkur framar og reyna að gera eitthvað í seinni hálfleik. Þá náttúrulega opnast svæði af því að við þurftum að taka sénsa eins og í síðasta leik.“ „Gott lið eins og Þjóðverjarnir þeir finna glufurnar. Þeir eru með mjög fljóta leikmenn og við vorum eiginlega alltaf í undirtölu. Það er bara erfitt að eiga við þá, sérstakelga ef maður ætlar að taka einhverja sénsa til að skora.“ Birkir segir það sé sárt að horfa á stöðu Íslands í riðlinum, sérstaklega í ljósi þess að liðið sá möguleika þegar dregið var í riðlinum. „Þegar að það var dregið þá sá maður klárlega möguleika á að komast áfram. Því miður höfum við ekki náð í úrslit, en ég hef trú á því að þegar að þetta lið er búið að spila nokkra leiki saman og ungu strákarnir eru komnir aðeins betur inn í þetta þá fari úrslitin að detta.“ „Ég vona bara að í næsta mánuði, þá erum við enn og aftur með tvo heimaleiki, að við séum búnir að slípa okkur það vel saman að við náum bara í eins mörg stig og mögulegt er.“ Birkir Már og nafni hans Bjarnason eru nú báðir komnir yfir hundrað leiki með íslenska landsliðinu. Birkir segist ætla að klára þessa leiki sem eftir eru á árinu og sjá svo til með framhaldið. „Ég ætla að klára þessa keppni allavega og svo ætla ég bara að leggjast undir feld og skoða þetta. Ég ætla allavega að klára þessa keppni. Ég ætla að byrja á því að lofa því, ef Arnar vill hafa mig það er að segja, þá er ég til í að klára þessa keppni.“
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 8. september 2021 21:15 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:07 Twitter horfði á spaugilegar hliðar lífsins: „Hvernig er máltækið aftur? Werner besta sóknin?“ Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Íslenska liðið getur þakkað Timo Werner, framherja gestanna, að ekki fór verr. 8. september 2021 21:00 Ísak Bergmann: Við ungu leikmennirnir erum að reyna að vinna okkur inn í þetta Ísak Bergmann Jóhannesson var ánægður með hvernig ungu strákarnir komu inn í íslenska landsliðið í leikjunum þremur sem eru að baki. Íslenska liðið náði í eitt stig af níu mögulegum í þremur heimaleikjum. 8. september 2021 20:55 Albert Guðmundsson: Úrslitin segja svo sem allt „Úrslitin segja svo sem allt. Þeir eru góðir en það er fullmikill skellur að fá svona mörg mörk í andlitið,“ sagði Albert Guðmundsson, framherji Íslands í kvöld, að loknu 4-0 tapi Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM. 8. september 2021 21:10 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45
Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 8. september 2021 21:15
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:07
Twitter horfði á spaugilegar hliðar lífsins: „Hvernig er máltækið aftur? Werner besta sóknin?“ Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Íslenska liðið getur þakkað Timo Werner, framherja gestanna, að ekki fór verr. 8. september 2021 21:00
Ísak Bergmann: Við ungu leikmennirnir erum að reyna að vinna okkur inn í þetta Ísak Bergmann Jóhannesson var ánægður með hvernig ungu strákarnir komu inn í íslenska landsliðið í leikjunum þremur sem eru að baki. Íslenska liðið náði í eitt stig af níu mögulegum í þremur heimaleikjum. 8. september 2021 20:55
Albert Guðmundsson: Úrslitin segja svo sem allt „Úrslitin segja svo sem allt. Þeir eru góðir en það er fullmikill skellur að fá svona mörg mörk í andlitið,“ sagði Albert Guðmundsson, framherji Íslands í kvöld, að loknu 4-0 tapi Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM. 8. september 2021 21:10