Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik 8. september 2021 21:25 Jóhann Berg átti fínan leik í kvöld en átti við ofurefli að etja líkt og aðrir leikmenn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. Jóhann Berg var duglegur varnarlega og fékk tvö bestu færi Íslands í leiknum. Það fyrra kom í fyrri hálfleik en þá átti hann skot með úr þröngu færi með sínum verri fæti sem Manuel Neuer varði í marki Þýskalands. Í þeim síðari átti hann bylmingsskot sem small í stöng. Albert Guðmundsson fylgdi eftir og skoraði en var dæmdur rangstæður. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson sprækur framan af og óhræddur að takast á við magnaða leikmenn þýska liðsins. Þórir Jóhann Helgason var einnig sprækur en hann byrjaði óvænt á vinstri væng Íslands. Skiptingar Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara komu seint og skiluðu því miður ekki jafn miklu og gegn Norður-Makedóníu. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn í dag. Byrjunarlið Íslands Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið sem ekkert gert í mörkunum (missti samt boltann klaufalega í aðdraganda þriðja?). Varði vel frá Leon Goretzka um miðbik fyrri hálfleiks og vel frá Timo Werner í upphafi þess síðari. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Átti einkar erfitt uppdráttar í upphafi leiks þar sem hann var berskjaldaður gegn Leroy Sané. Var svo ekki nægilega nálægt Sané þegar sá vængmaðurinn skoraði þriðja mark Þjóðverja. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 5 Komst ágætlega frá leiknum miðað við aldur og fyrri störf. Átti vissulega í vandræðum en leit betur út en margir mun reyndari leikmenn. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Virkaði frekar týndur í fyrsta marki gestanna og átti almennt frekar erfitt uppdráttar. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Ágætur framan af. Lítið svo sem hægt að setja út á hans frammistöðu en virkaði mjög þreyttur í síðari hálfleik eins og aðrir leikmenn liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson, djúpur miðjumaður 4 Eyddi miklum tíma í að rífast við Joshua Kimmich en það var líklega í eina skiptið sem hann komst nálægt miðjumönnum þýska liðsins. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Birkir virkaði þreyttur frá upphafi til enda. Langt því frá hans besti leikur og átti eins og aðrir miðjumenn Íslands erfitt uppdráttar gegn ógnarsterkri miðjugestanna. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 6 Sprækur fram á við. Átti fast skot sem Manuel Neuer kýldi út í teiginn. Átti ekki mikla möguleika á miðsvæðinu gegn ógnarsterkri miðju Þjóðverja en lét finna fyrir sér. Hans besti A-landsleikur til þessa. Þórir Jóhann Helgason, vinstri vængur 6 Vann vel og reyndi hvað hann gat. Stóð sig ágætlega eftir að hann var færður inn á miðjuna í síðari hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængur (fyrirliði) 7 Fyrirliðinn átti fínan leik. Vann vel til baka og var einkar óheppinn þegar þrumuskot hans small í stönginni í síðari hálfleik. Fékk fínt skotfæri í fyrri hálfleik, því miður með hægri fæti og Manuel Neuer varði. Albert Guðmundsson, framherji 6 Vann vel til baka framan af leik, vann boltann og bjó til þessar fáu sóknir sem Ísland fékk í leiknum. Hvarf í síðari hálfleik er tankurinn var einfaldlega búinn hjá íslenska liðinu. Varamenn Arnór Sigurðsson kom inn fyrir Ísak Bergmann á 70. mínútu 5 Gerði lítið. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn fyrir Jóhann Berg á 70. mínútu 5 Gerði vel um leið og hann kom inn á en Ísland eyddi svo restinni af leiknum í skotgröfunum. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Albert á 80. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 89. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Jóhann Berg var duglegur varnarlega og fékk tvö bestu færi Íslands í leiknum. Það fyrra kom í fyrri hálfleik en þá átti hann skot með úr þröngu færi með sínum verri fæti sem Manuel Neuer varði í marki Þýskalands. Í þeim síðari átti hann bylmingsskot sem small í stöng. Albert Guðmundsson fylgdi eftir og skoraði en var dæmdur rangstæður. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson sprækur framan af og óhræddur að takast á við magnaða leikmenn þýska liðsins. Þórir Jóhann Helgason var einnig sprækur en hann byrjaði óvænt á vinstri væng Íslands. Skiptingar Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara komu seint og skiluðu því miður ekki jafn miklu og gegn Norður-Makedóníu. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn í dag. Byrjunarlið Íslands Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið sem ekkert gert í mörkunum (missti samt boltann klaufalega í aðdraganda þriðja?). Varði vel frá Leon Goretzka um miðbik fyrri hálfleiks og vel frá Timo Werner í upphafi þess síðari. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Átti einkar erfitt uppdráttar í upphafi leiks þar sem hann var berskjaldaður gegn Leroy Sané. Var svo ekki nægilega nálægt Sané þegar sá vængmaðurinn skoraði þriðja mark Þjóðverja. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 5 Komst ágætlega frá leiknum miðað við aldur og fyrri störf. Átti vissulega í vandræðum en leit betur út en margir mun reyndari leikmenn. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Virkaði frekar týndur í fyrsta marki gestanna og átti almennt frekar erfitt uppdráttar. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Ágætur framan af. Lítið svo sem hægt að setja út á hans frammistöðu en virkaði mjög þreyttur í síðari hálfleik eins og aðrir leikmenn liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson, djúpur miðjumaður 4 Eyddi miklum tíma í að rífast við Joshua Kimmich en það var líklega í eina skiptið sem hann komst nálægt miðjumönnum þýska liðsins. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Birkir virkaði þreyttur frá upphafi til enda. Langt því frá hans besti leikur og átti eins og aðrir miðjumenn Íslands erfitt uppdráttar gegn ógnarsterkri miðjugestanna. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 6 Sprækur fram á við. Átti fast skot sem Manuel Neuer kýldi út í teiginn. Átti ekki mikla möguleika á miðsvæðinu gegn ógnarsterkri miðju Þjóðverja en lét finna fyrir sér. Hans besti A-landsleikur til þessa. Þórir Jóhann Helgason, vinstri vængur 6 Vann vel og reyndi hvað hann gat. Stóð sig ágætlega eftir að hann var færður inn á miðjuna í síðari hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængur (fyrirliði) 7 Fyrirliðinn átti fínan leik. Vann vel til baka og var einkar óheppinn þegar þrumuskot hans small í stönginni í síðari hálfleik. Fékk fínt skotfæri í fyrri hálfleik, því miður með hægri fæti og Manuel Neuer varði. Albert Guðmundsson, framherji 6 Vann vel til baka framan af leik, vann boltann og bjó til þessar fáu sóknir sem Ísland fékk í leiknum. Hvarf í síðari hálfleik er tankurinn var einfaldlega búinn hjá íslenska liðinu. Varamenn Arnór Sigurðsson kom inn fyrir Ísak Bergmann á 70. mínútu 5 Gerði lítið. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn fyrir Jóhann Berg á 70. mínútu 5 Gerði vel um leið og hann kom inn á en Ísland eyddi svo restinni af leiknum í skotgröfunum. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Albert á 80. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 89. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti