Fótbolti

„Úr­slitin segja svo sem allt“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert Guðmundsson í baráttunni. Guðlaugur Victor Pálsson fylgist spenntur með.
Albert Guðmundsson í baráttunni. Guðlaugur Victor Pálsson fylgist spenntur með. Vísir/Hulda Margrét

„Úrslitin segja svo sem allt. Þeir eru góðir en það er fullmikill skellur að fá svona mörg mörk í andlitið,“ sagði Albert Guðmundsson, framherji Íslands í kvöld, að loknu 4-0 tapi Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM.

„Þeir eru helvíti góðir í fótbolta en við eigum að geta mætt þeim betur í föstum leikatriðum til dæmis. Eigum ekki að vera fá á okkur mörk þannig. Svo hefðum við getað nýtt tækifærin í hraðaupphlaupunum okkar betur,“ bætti Albert við.

„Við erum ekkert sérstaklega ánægðir með aðeins eitt stig. Við reynum að einblína á það jákvæða. Við getum verið nokkuð bjartsýnir eftir góðan endi gegn Norður-Makedóníu en það þýðir ekkert að byrja á 70. mínútu leiksins, menn þurfa að vera til staðar frá fyrstu mínútu leiksins. “

„Svo vorum við ekki nægilega góðir á móti Rúmeníu og heldur ekki í dag,“ sagði Albert að endingu spurður út í stigasöfnun landsliðsins í síðustu þremur leikjum.

Klippa: Albert eftir leikinn gegn Þýskalandi

Tengdar fréttir

Hannes Þór hættur í landsliðinu

Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×