Telja að brennuvargur hafi kveikt gróðurelda í Galisíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2021 17:57 Slökkviliðsmaður dælir vatni á brennandi skóg við Ribas de Sil í Galisíu. Vísir/EPA Yfirvöld í Galisíu á norðvestanverðum Spáni telja að einhver hafi vísvitandi tendrað gróðurelda sem geisa nú í sjálfstjórnarhéraðinu. Eldurinn brennur enn stjórnlaust þrátt fyrir að fjöldi slökkviliðsmanna berjist við hann með hjálp flugvéla og þyrla. Fyrst varð vart við eldinn nærri smábænum Ribas de Sil síðdegis í gær. Vegum og járnbrautarsporum var lokað vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manuel Rodríguez, umhverfisstjóri á svæðinu, sagði fjölmiðum í dag að eldurinn hafi klárlega verið kveiktur vísvitandi. Rannsakendur hafi fundið merki um að eldurinn hafi kviknað á nokkrum stöðum samtímis. „Hver sá sem gerði þetta vissi fullvel að þetta ætti eftir að valda miklu tjóni,“ sagði Rodríguez. Nú þegar hafa um þúsund hektarar lands orðið eldinum að bráð. Íbúar í þorpinu Rairos voru varaðir við því að eldurinn gæti náð þangað en ekki er talið að hús þar séu í hættu að svo stöddu. Neyðarsveitir spænska hersins sendu liðsauka til að berjast við eldinn. Nú reyna 49 teymi slökkviliðsmanna, átta flugvélar og fjórtán þyrlur að ráða niðurlögum hans. Heitt og þurrt veður hafa torveldað slökkvistarfið en auk þess lágu fjarskipti niðri í gærkvöldi. Gróðureldar hafa nú brunnið á meira en 74.200 hekturum á Spáni á þessu ári. Það er meira en meðaltal síðustu tíu ára en töluvert frá þeim 190.000 hekturum sem brunnu metárið 2012. Sjö af tíu hlýjustu árum frá upphafi mælingar á Spáni hafa orðið síðasta áratuginn. Spánn Loftslagsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Fyrst varð vart við eldinn nærri smábænum Ribas de Sil síðdegis í gær. Vegum og járnbrautarsporum var lokað vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manuel Rodríguez, umhverfisstjóri á svæðinu, sagði fjölmiðum í dag að eldurinn hafi klárlega verið kveiktur vísvitandi. Rannsakendur hafi fundið merki um að eldurinn hafi kviknað á nokkrum stöðum samtímis. „Hver sá sem gerði þetta vissi fullvel að þetta ætti eftir að valda miklu tjóni,“ sagði Rodríguez. Nú þegar hafa um þúsund hektarar lands orðið eldinum að bráð. Íbúar í þorpinu Rairos voru varaðir við því að eldurinn gæti náð þangað en ekki er talið að hús þar séu í hættu að svo stöddu. Neyðarsveitir spænska hersins sendu liðsauka til að berjast við eldinn. Nú reyna 49 teymi slökkviliðsmanna, átta flugvélar og fjórtán þyrlur að ráða niðurlögum hans. Heitt og þurrt veður hafa torveldað slökkvistarfið en auk þess lágu fjarskipti niðri í gærkvöldi. Gróðureldar hafa nú brunnið á meira en 74.200 hekturum á Spáni á þessu ári. Það er meira en meðaltal síðustu tíu ára en töluvert frá þeim 190.000 hekturum sem brunnu metárið 2012. Sjö af tíu hlýjustu árum frá upphafi mælingar á Spáni hafa orðið síðasta áratuginn.
Spánn Loftslagsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira