Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2021 09:01 Birkir Már Sævarsson glaður í bragði eftir jafntefli við Argentínu á HM 2018 og Birkir Bjarnason fagnar marki sínu gegn Portúgal á EM 2016. Getty Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson verða báðir heiðraðir fyrir leikinn við stórlið Þýskalands í kvöld, fyrir að hafa spilað sinn 100. A-landsleik gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn. Landsliðssaga beggja er ansi merkileg. Hinn 33 ára gamli Birkir Bjarnason hefur varla misst af landsleik, nema hreinlega að honum sé bannað að spila, frá því að hann steig sín fyrstu skref með landsliðinu fyrir ellefu árum. Langflesta af sínum 100 landsleikjum hefur hann spilað frá upphafi til enda. Tvisvar meiddur en aldrei í banni Birkir Bjarnason hefur aðeins misst af fjórum mótsleikjum frá því að Ólafur Jóhannesson gaf honum fyrst tækifæri í A-landsliðinu í leik við Andorra í maí 2010. Fáir Íslendingar þekktu þá mikið til Birkis sem hefur aldrei spilað í íslenska boltanum því hann flutti ungur frá Akureyri til Noregs en síðan þá hefur íslenska þjóðin geta reitt sig á að Birkir spili, og oftast vel. Birkir missti af tveimur leikjum í sinni fyrstu undankeppni, fyrir EM 2012, þar sem að hann var hluti af U21-landsliðinu sem lék í umspili og lokakeppni EM og hafði forgang fram yfir A-landsliðið samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Hinir tveir mótsleikirnir sem hann hefur misst af eru leikur við Kósovó í mars 2017, í undankeppni HM, og leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni í nóvember 2018, en í bæði skiptin var hann meiddur. Birkir Bjarnason kominn framhjá Dele Alli í sigrinum frækna gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM 2016.Getty/Dan Mullan Spilað sextán síðustu leiki í röð Frá því að Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í lok árs 2011 hefur Birkir Bjarnason verið lykilmaður, alltaf í byrjunarliði í mótsleikjum og oftast spilað 90 mínútur. Aldrei hefur hann misst af landsleik vegna leikbanns og hann hefur líka alltaf gefið kost á sér í vináttulandsleiki. Í landsleikjum í janúar og febrúar, þar sem Ísland hefur teflt fram hálfgerðu varaliði, hafa félagslið hans hins vegar mátt banna honum að spila. Birkir Bjarnason hefur því misst af sextán vináttulandsleikjum sem fram hafa farið í janúar og febrúar en aðeins af sex vináttulandsleikjum sem fram hafa farið á opinberum leikdögum. Hann var til að mynda einn af fáum lykilmönnum íslenska liðsins sem spiluðu vináttulandsleikina þrjá í sumar og hefur spilað 16 síðustu leiki landsliðsins í röð. Birkir skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti þegar hann jafnaði metin gegn Portúgal á EM 2016.Getty/Clive Brunskill Birkir Bjarnason, sem skorað hefur 14 mörk í sínum 100 landsleikjum, skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti þegar hann jafnaði metin gegn Portúgal á EM 2016. Hann hefur leikið allar mínútur Íslands á stórmótum til þessa, alls 720 mínútur, ef undan er skilinn uppbótartíminn gegn Króatíu á HM 2018. Ekki misst af mínútu hjá Íslandi á stórmóti Birkir Már býður betur í þessum efnum en hann hefur leikið alla átta leiki Íslands á stórmótum frá upphafi til enda. Þessi 36 ára gamli Valsari á líkt og nafni sinn möguleika á að slá leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda, því metið stendur í 104 leikjum en Ísland á eftir að spila fimm leiki áður en undankeppni HM lýkur í nóvember. Birkir Már gæti mögulega jafnað leikjametið á 37 ára afmælinu sínu, 11. nóvember. Hann lék sína fyrstu A-landsleiki sumarið 2007, undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, og tók virkan þátt í undankeppnum HM 2010 og EM 2012, en eftir að Grétar Rafn Steinsson lagði skóna á hilluna árið 2013 eignaði Birkir Már sér algjörlega stöðu hægri bakvarðar. Birkir Már Sævarsson til varnar gegn Lionel Messi í Moskvu á HM 2018. Valsarinn hefur haldið aftur af nokkrum af skærustu stjörnum heimsfótboltans á sínum ferli.Getty/Gabriel Rossi Birkir Már átti sinni atvinnumannsferil á Norðurlöndum og hefur því oftar en nafni sinn getað tekið þátt í janúarverkefnum landsliðsins. Hann missti sæti sitt í landsliðinu um tíma eftir að Erik Hamrén tók við því en vann sig aftur inn undir hans stjórn og hefur nú byrjað fjóra af fimm leikjum Íslands í fyrstu undankeppninni undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Fyrsta leikinn, gegn Þýskalandi, mátti hann ekki spila vegna leikbanns. „Vindurinn“, eins og Birkir Már er oft kallaður, hefur fokið fram kantinn líkt og unglamb í leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Hlaupatölurnar hans hafa raunar verið í „úrvalsdeildarklassa“ eins og Tom Joel styrktarþjálfari landsliðsins, sem starfað hefur fyrir Leicester, orðaði það. Það er því ómögulegt að segja til um hve lengi enn Birkir Már mun spila landsleiki og nafnarnir gætu mögulega átt eftir að státa sig af því að vera leikjahæstu landsliðsmenn Íslands um langt árabil. HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Nafnarnir verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þjóðverjum Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á miðvikudaginn. Báðir spiluðu þeir landsleik númer 100 gegn Norður-Makedóníu í gær. 6. september 2021 23:00 Andri Lucas gæti byrjað gegn Þýskalandi en „auðvelt að brenna leikmenn“ Andri Lucas Guðjohnsen gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu Íslands gegn Þýskalandi á morgun en Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hugsa vandlega um það hvenær og hvar sé best að gefa ungum leikmönnum tækifæri. 7. september 2021 13:44 Jóhann Berg klár í slaginn gegn Þjóðverjum Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu saknaði Jóhanns Bergs Guðmundssonar sárlega í leiknum gegn Norður-Makedóníu en mun endurheimta hann í leiknum gegn Þýskalandi á morgun. 7. september 2021 13:15 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í dag. 7. september 2021 12:16 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson verða báðir heiðraðir fyrir leikinn við stórlið Þýskalands í kvöld, fyrir að hafa spilað sinn 100. A-landsleik gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn. Landsliðssaga beggja er ansi merkileg. Hinn 33 ára gamli Birkir Bjarnason hefur varla misst af landsleik, nema hreinlega að honum sé bannað að spila, frá því að hann steig sín fyrstu skref með landsliðinu fyrir ellefu árum. Langflesta af sínum 100 landsleikjum hefur hann spilað frá upphafi til enda. Tvisvar meiddur en aldrei í banni Birkir Bjarnason hefur aðeins misst af fjórum mótsleikjum frá því að Ólafur Jóhannesson gaf honum fyrst tækifæri í A-landsliðinu í leik við Andorra í maí 2010. Fáir Íslendingar þekktu þá mikið til Birkis sem hefur aldrei spilað í íslenska boltanum því hann flutti ungur frá Akureyri til Noregs en síðan þá hefur íslenska þjóðin geta reitt sig á að Birkir spili, og oftast vel. Birkir missti af tveimur leikjum í sinni fyrstu undankeppni, fyrir EM 2012, þar sem að hann var hluti af U21-landsliðinu sem lék í umspili og lokakeppni EM og hafði forgang fram yfir A-landsliðið samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Hinir tveir mótsleikirnir sem hann hefur misst af eru leikur við Kósovó í mars 2017, í undankeppni HM, og leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni í nóvember 2018, en í bæði skiptin var hann meiddur. Birkir Bjarnason kominn framhjá Dele Alli í sigrinum frækna gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM 2016.Getty/Dan Mullan Spilað sextán síðustu leiki í röð Frá því að Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í lok árs 2011 hefur Birkir Bjarnason verið lykilmaður, alltaf í byrjunarliði í mótsleikjum og oftast spilað 90 mínútur. Aldrei hefur hann misst af landsleik vegna leikbanns og hann hefur líka alltaf gefið kost á sér í vináttulandsleiki. Í landsleikjum í janúar og febrúar, þar sem Ísland hefur teflt fram hálfgerðu varaliði, hafa félagslið hans hins vegar mátt banna honum að spila. Birkir Bjarnason hefur því misst af sextán vináttulandsleikjum sem fram hafa farið í janúar og febrúar en aðeins af sex vináttulandsleikjum sem fram hafa farið á opinberum leikdögum. Hann var til að mynda einn af fáum lykilmönnum íslenska liðsins sem spiluðu vináttulandsleikina þrjá í sumar og hefur spilað 16 síðustu leiki landsliðsins í röð. Birkir skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti þegar hann jafnaði metin gegn Portúgal á EM 2016.Getty/Clive Brunskill Birkir Bjarnason, sem skorað hefur 14 mörk í sínum 100 landsleikjum, skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti þegar hann jafnaði metin gegn Portúgal á EM 2016. Hann hefur leikið allar mínútur Íslands á stórmótum til þessa, alls 720 mínútur, ef undan er skilinn uppbótartíminn gegn Króatíu á HM 2018. Ekki misst af mínútu hjá Íslandi á stórmóti Birkir Már býður betur í þessum efnum en hann hefur leikið alla átta leiki Íslands á stórmótum frá upphafi til enda. Þessi 36 ára gamli Valsari á líkt og nafni sinn möguleika á að slá leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda, því metið stendur í 104 leikjum en Ísland á eftir að spila fimm leiki áður en undankeppni HM lýkur í nóvember. Birkir Már gæti mögulega jafnað leikjametið á 37 ára afmælinu sínu, 11. nóvember. Hann lék sína fyrstu A-landsleiki sumarið 2007, undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, og tók virkan þátt í undankeppnum HM 2010 og EM 2012, en eftir að Grétar Rafn Steinsson lagði skóna á hilluna árið 2013 eignaði Birkir Már sér algjörlega stöðu hægri bakvarðar. Birkir Már Sævarsson til varnar gegn Lionel Messi í Moskvu á HM 2018. Valsarinn hefur haldið aftur af nokkrum af skærustu stjörnum heimsfótboltans á sínum ferli.Getty/Gabriel Rossi Birkir Már átti sinni atvinnumannsferil á Norðurlöndum og hefur því oftar en nafni sinn getað tekið þátt í janúarverkefnum landsliðsins. Hann missti sæti sitt í landsliðinu um tíma eftir að Erik Hamrén tók við því en vann sig aftur inn undir hans stjórn og hefur nú byrjað fjóra af fimm leikjum Íslands í fyrstu undankeppninni undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Fyrsta leikinn, gegn Þýskalandi, mátti hann ekki spila vegna leikbanns. „Vindurinn“, eins og Birkir Már er oft kallaður, hefur fokið fram kantinn líkt og unglamb í leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Hlaupatölurnar hans hafa raunar verið í „úrvalsdeildarklassa“ eins og Tom Joel styrktarþjálfari landsliðsins, sem starfað hefur fyrir Leicester, orðaði það. Það er því ómögulegt að segja til um hve lengi enn Birkir Már mun spila landsleiki og nafnarnir gætu mögulega átt eftir að státa sig af því að vera leikjahæstu landsliðsmenn Íslands um langt árabil.
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Nafnarnir verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þjóðverjum Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á miðvikudaginn. Báðir spiluðu þeir landsleik númer 100 gegn Norður-Makedóníu í gær. 6. september 2021 23:00 Andri Lucas gæti byrjað gegn Þýskalandi en „auðvelt að brenna leikmenn“ Andri Lucas Guðjohnsen gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu Íslands gegn Þýskalandi á morgun en Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hugsa vandlega um það hvenær og hvar sé best að gefa ungum leikmönnum tækifæri. 7. september 2021 13:44 Jóhann Berg klár í slaginn gegn Þjóðverjum Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu saknaði Jóhanns Bergs Guðmundssonar sárlega í leiknum gegn Norður-Makedóníu en mun endurheimta hann í leiknum gegn Þýskalandi á morgun. 7. september 2021 13:15 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í dag. 7. september 2021 12:16 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Nafnarnir verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þjóðverjum Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á miðvikudaginn. Báðir spiluðu þeir landsleik númer 100 gegn Norður-Makedóníu í gær. 6. september 2021 23:00
Andri Lucas gæti byrjað gegn Þýskalandi en „auðvelt að brenna leikmenn“ Andri Lucas Guðjohnsen gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu Íslands gegn Þýskalandi á morgun en Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hugsa vandlega um það hvenær og hvar sé best að gefa ungum leikmönnum tækifæri. 7. september 2021 13:44
Jóhann Berg klár í slaginn gegn Þjóðverjum Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu saknaði Jóhanns Bergs Guðmundssonar sárlega í leiknum gegn Norður-Makedóníu en mun endurheimta hann í leiknum gegn Þýskalandi á morgun. 7. september 2021 13:15
Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í dag. 7. september 2021 12:16