Andri Lucas gæti byrjað gegn Þýskalandi en „auðvelt að brenna leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 13:44 Andri Lucas Guðjohnsen fagnaði jöfnunarmarkinu góða gegn N-Makedóníu, sínu fyrsta landsliðsmarki, að sjálfsögðu innilega. vísir/Hulda Margrét Andri Lucas Guðjohnsen gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu Íslands gegn Þýskalandi á morgun en Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hugsa vandlega um það hvenær og hvar sé best að gefa ungum leikmönnum tækifæri. „Andri Lucas getur alveg byrjað inn á á morgun. En eins og ég hef sagt oft verðum við að passa upp á þessa drengi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Andri Lucas skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, strax í öðrum A-landsleiknum, þegar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu á sunnudaginn. Þessi 19 ára knattspyrnumaður er einn af mörgum ungum leikmönnum sem eru í íslenska hópnum núna, í fjarveru margra af fastamönnum hópsins síðsutu ár. „Við þurfum að passa að þessir ungu drengir fái mínúturnar á réttum tíma, undir réttum kringumstæðum. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er hjá A-landsliði karla, það eru alltaf góðir leikmenn í hinu liðinu og við þurfum að stýra þessum ungu leikmönnum rétt inn í framtíðina. Það er rosalega auðvelt að „brenna“ leikmenn. Bara henda þeim nógu andskoti oft í djúpu laugina þar til þeir verða þreyttir. Við reynum að taka mjög markvissar ákvarðanir með alla þessa drengi,“ sagði Arnar. Kári Árnason er einn af reyndustu leikmönnum landsliðsins sem styðja við þá yngri.vísir/Hulda Margrét Þjálfarinn benti í þessu sambandi á að ákveðið hefði verið að færa Mikael Egil Ellertsson úr A-landsliðinu í U21-landsliðið sem mætir Grikklandi í dag, og sagði að góð samvinna væri á milli A-landsliðsins og U21- og U19-landsliðanna. Átján reyndari og sjö ungir væri ákjósanlegast Spurður nánar út í það hversu mikilvægt það væri fyrir Andra Lucas, Andra Fannar Baldursson, Ísak Bergmann Jóhannesson og fleiri af ungu strákunum að hafa reynslumikla menn sér til stuðnings svaraði Arnar: „Það er rosalega mikilvægt. Ef við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] mættum velja sjálfir, varðandi svona uppbyggingu, þá værum við að tala um 18 reyndari leikmenn plús sjö yngri leikmenn í hópi hjá A-landsliði karla. Með því jafnvægi gætum við verið að tala um eðlilega uppbyggingu,“ sagði Arnar. Staðan er heldur önnur núna: „Ég setti niður á blað í morgun að ef ég hefði mátt velja mitt draumalið í verkefnið í mars, þá hefðu verið 7-8 leikmenn mjög nálægt byrjunarliðinu í mars sem ekki eru með núna. Svo er ekkert leyndarmál að Kári er 38 ára, Hannes 37 og Birkir Már 36. Þegar þetta allt er talið þá er þetta jafnvægi ekki í hópnum núna og við gerum okkur alveg grein fyrir því. Það gerir okkur aðeins erfiðara fyrir. Þetta er svo hátt „level“ og það er svo mikilvægt að spila þessa leiki til að læra inn á þetta „level“. Menn poppa ekkert inn í A-landslið og eru bara bestu leikmenn þess, nema þeir séu algjör „súpertalent“. Við höfum ekki átt marga súpertalenta í gegnum tíðina,“ sagði Arnar. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar byrjaður að spila: „Vissum ekki hvernig þetta myndi ganga fyrir sig“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að þó að Aron Einar Gunnarsson sé byrjaður að spila með Al Arabi þá hafi ekki verið nægilega góðar forsendur fyrir því að velja hann í landsliðshópinn fyrir tveimur vikum vegna veikinda. 7. september 2021 13:25 Jóhann Berg klár í slaginn gegn Þjóðverjum Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu saknaði Jóhanns Bergs Guðmundssonar sárlega í leiknum gegn Norður-Makedóníu en mun endurheimta hann í leiknum gegn Þýskalandi á morgun. 7. september 2021 13:15 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í dag. 7. september 2021 12:16 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Uppselt á leikinn við Þýskaland Ljóst er að 3.600 áhorfendur gætu mætt á leik Íslands og Þýskalands á Laugardalsvelli annað kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Uppselt er á leikinn. 7. september 2021 09:59 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
„Andri Lucas getur alveg byrjað inn á á morgun. En eins og ég hef sagt oft verðum við að passa upp á þessa drengi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Andri Lucas skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, strax í öðrum A-landsleiknum, þegar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu á sunnudaginn. Þessi 19 ára knattspyrnumaður er einn af mörgum ungum leikmönnum sem eru í íslenska hópnum núna, í fjarveru margra af fastamönnum hópsins síðsutu ár. „Við þurfum að passa að þessir ungu drengir fái mínúturnar á réttum tíma, undir réttum kringumstæðum. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er hjá A-landsliði karla, það eru alltaf góðir leikmenn í hinu liðinu og við þurfum að stýra þessum ungu leikmönnum rétt inn í framtíðina. Það er rosalega auðvelt að „brenna“ leikmenn. Bara henda þeim nógu andskoti oft í djúpu laugina þar til þeir verða þreyttir. Við reynum að taka mjög markvissar ákvarðanir með alla þessa drengi,“ sagði Arnar. Kári Árnason er einn af reyndustu leikmönnum landsliðsins sem styðja við þá yngri.vísir/Hulda Margrét Þjálfarinn benti í þessu sambandi á að ákveðið hefði verið að færa Mikael Egil Ellertsson úr A-landsliðinu í U21-landsliðið sem mætir Grikklandi í dag, og sagði að góð samvinna væri á milli A-landsliðsins og U21- og U19-landsliðanna. Átján reyndari og sjö ungir væri ákjósanlegast Spurður nánar út í það hversu mikilvægt það væri fyrir Andra Lucas, Andra Fannar Baldursson, Ísak Bergmann Jóhannesson og fleiri af ungu strákunum að hafa reynslumikla menn sér til stuðnings svaraði Arnar: „Það er rosalega mikilvægt. Ef við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] mættum velja sjálfir, varðandi svona uppbyggingu, þá værum við að tala um 18 reyndari leikmenn plús sjö yngri leikmenn í hópi hjá A-landsliði karla. Með því jafnvægi gætum við verið að tala um eðlilega uppbyggingu,“ sagði Arnar. Staðan er heldur önnur núna: „Ég setti niður á blað í morgun að ef ég hefði mátt velja mitt draumalið í verkefnið í mars, þá hefðu verið 7-8 leikmenn mjög nálægt byrjunarliðinu í mars sem ekki eru með núna. Svo er ekkert leyndarmál að Kári er 38 ára, Hannes 37 og Birkir Már 36. Þegar þetta allt er talið þá er þetta jafnvægi ekki í hópnum núna og við gerum okkur alveg grein fyrir því. Það gerir okkur aðeins erfiðara fyrir. Þetta er svo hátt „level“ og það er svo mikilvægt að spila þessa leiki til að læra inn á þetta „level“. Menn poppa ekkert inn í A-landslið og eru bara bestu leikmenn þess, nema þeir séu algjör „súpertalent“. Við höfum ekki átt marga súpertalenta í gegnum tíðina,“ sagði Arnar.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar byrjaður að spila: „Vissum ekki hvernig þetta myndi ganga fyrir sig“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að þó að Aron Einar Gunnarsson sé byrjaður að spila með Al Arabi þá hafi ekki verið nægilega góðar forsendur fyrir því að velja hann í landsliðshópinn fyrir tveimur vikum vegna veikinda. 7. september 2021 13:25 Jóhann Berg klár í slaginn gegn Þjóðverjum Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu saknaði Jóhanns Bergs Guðmundssonar sárlega í leiknum gegn Norður-Makedóníu en mun endurheimta hann í leiknum gegn Þýskalandi á morgun. 7. september 2021 13:15 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í dag. 7. september 2021 12:16 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Uppselt á leikinn við Þýskaland Ljóst er að 3.600 áhorfendur gætu mætt á leik Íslands og Þýskalands á Laugardalsvelli annað kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Uppselt er á leikinn. 7. september 2021 09:59 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Aron Einar byrjaður að spila: „Vissum ekki hvernig þetta myndi ganga fyrir sig“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að þó að Aron Einar Gunnarsson sé byrjaður að spila með Al Arabi þá hafi ekki verið nægilega góðar forsendur fyrir því að velja hann í landsliðshópinn fyrir tveimur vikum vegna veikinda. 7. september 2021 13:25
Jóhann Berg klár í slaginn gegn Þjóðverjum Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu saknaði Jóhanns Bergs Guðmundssonar sárlega í leiknum gegn Norður-Makedóníu en mun endurheimta hann í leiknum gegn Þýskalandi á morgun. 7. september 2021 13:15
Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ í dag. 7. september 2021 12:16
Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55
Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45
Uppselt á leikinn við Þýskaland Ljóst er að 3.600 áhorfendur gætu mætt á leik Íslands og Þýskalands á Laugardalsvelli annað kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Uppselt er á leikinn. 7. september 2021 09:59