Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 13:00 Leon Goretzka á blaðamannafundi í Stuttgart í dag. Getty/Tom Weller Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. „Auðvitað hjálpar að það vanti lykilmenn í íslenska liðið,“ sagði Goretzka á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort það kæmi til með að gagnast þýska liðinu innan vallar að íslenskir landsliðsmenn hefðu undanfarið verið sakaðir um ofbeldis- og kynferðisbrot. Þýskur blaðamaður benti Goretzka á að Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson yrðu ekki með í leiknum, en Gylfi var handtekinn í sumar grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku og Kolbeinn greiddi tveimur konum skaðabætur vegna hegðunar sinnar gagnvart þeim. „Það hefur svo sannarlega áhrif þegar andstæðingarnir eru án mikilvægra leikmanna. En ég þekki ekki ástæðurnar fyrir því að þeir eru ekki með og get ekki tjáð mig um þær,“ sagði Goretzka og virtist undrandi á spurningum um málið. Þjóðverjar mæta til landsins með höfuðið hátt eftir að hafa tekið toppsæti J-riðils af Armenum með því að vinna þá 6-0 á sunnudaginn. Ísland þarf helst á sigri að halda til að eiga enn einhverja möguleika á að komast á HM en virðist ekki líklegt til afreka eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu og 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu. Goretzka hafði fátt um íslenska liðið að segja: „Við búum okkur auðvitað mjög vel undir þennan leik. Við hugsum aðallega um okkur sjálfa, ætlum að vera vel skipulagðir og halda áfram að bæta okkur í því að komast í góðar stöður og sækja hratt. En við ræðum það svo bara í kvöld við hverju við þurfum að búast frá mótherjum okkar.“ HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
„Auðvitað hjálpar að það vanti lykilmenn í íslenska liðið,“ sagði Goretzka á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort það kæmi til með að gagnast þýska liðinu innan vallar að íslenskir landsliðsmenn hefðu undanfarið verið sakaðir um ofbeldis- og kynferðisbrot. Þýskur blaðamaður benti Goretzka á að Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson yrðu ekki með í leiknum, en Gylfi var handtekinn í sumar grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku og Kolbeinn greiddi tveimur konum skaðabætur vegna hegðunar sinnar gagnvart þeim. „Það hefur svo sannarlega áhrif þegar andstæðingarnir eru án mikilvægra leikmanna. En ég þekki ekki ástæðurnar fyrir því að þeir eru ekki með og get ekki tjáð mig um þær,“ sagði Goretzka og virtist undrandi á spurningum um málið. Þjóðverjar mæta til landsins með höfuðið hátt eftir að hafa tekið toppsæti J-riðils af Armenum með því að vinna þá 6-0 á sunnudaginn. Ísland þarf helst á sigri að halda til að eiga enn einhverja möguleika á að komast á HM en virðist ekki líklegt til afreka eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu og 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu. Goretzka hafði fátt um íslenska liðið að segja: „Við búum okkur auðvitað mjög vel undir þennan leik. Við hugsum aðallega um okkur sjálfa, ætlum að vera vel skipulagðir og halda áfram að bæta okkur í því að komast í góðar stöður og sækja hratt. En við ræðum það svo bara í kvöld við hverju við þurfum að búast frá mótherjum okkar.“
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira