Munu þurfa sýna fram á bólusetningu eða neikvætt próf við komuna á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 14:00 Áhorfendur á Old Trafford þurfa að sýna fram á bólusetningu eða mæta með neikvætt PCR-próf sem er innan við 48 klukkustunda gamalt ætli þau sér að horfa á Cristiano Ronaldo og félaga leika listir sínar. Catherine Ivill/Getty Images Frá og með leiknum gegn Newcastle United sem fram fer þann 11. september mun Manchester United krefjast þess að þau sem ætla að sjá leiki liðsins á Old Trafford sýni fram á annað hvort bólusetningu eða 48 klukkustunda gamalt PCR-próf. Manchester United tekur á móti Newcastle United í leik sem er - eða var allavega - beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Cristiano Ronaldo gæti snúið aftur á Old Trafford og það í treyju Man United að þessu sinni. Það er þó fleira sem mun breytast á Old Trafford, heimavelli liðsins, á laugardaginn kemur. Félagið mun nefnilega ætlast til þess að þau sem mæta á völlinn til að styðja við heimamenn – eða gestina – sýni fram á annað hvort bólusetningu eða 48 gamalt PCR-próf. Sem stendur er það ekki krafa en talið er að enska úrvalsdeildin muni setja þá kröfu þann 1. október fyrir áhorfendur sem eru 18 ára eða eldri. Í júlí á þessu ári sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að líklega yrði sú krafa gerð á viðburðum þar sem fleiri en 20 þúsund kæmu saman. Old Trafford tekur sem stendur 74,140 manns í sæti og er ljóst að forráðamenn Man Utd stefna á að hafa uppselt á öllum leikjum liðsins út tímabilið. „Ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að frá og með 1. október 2021 þurfi fólk að sýna fram á bólusetningu eða neikvætt PCR-próf ætli það sér að mæta á stóra viðburði. Til að fylgja viðmiðum ensku úrvalsdeildarinnar þá munu slíkar reglur gilda á Old Trafford,“ segir í yfirlýsingu Man Utd um málið. Man United er langt því frá eina liðið sem ætlast til þessa af áhorfendum sínum. Brighton & Hove Albion, Chelsea og Tottenham Hotspur hafa nú þegar gert slíkar ráðstafanir og reikna má með því að fleiri lið fylgi í fótspor þeirra frá og með 1. október. BBC, breska ríkistúvarpið, greindi frá. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Manchester United tekur á móti Newcastle United í leik sem er - eða var allavega - beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Cristiano Ronaldo gæti snúið aftur á Old Trafford og það í treyju Man United að þessu sinni. Það er þó fleira sem mun breytast á Old Trafford, heimavelli liðsins, á laugardaginn kemur. Félagið mun nefnilega ætlast til þess að þau sem mæta á völlinn til að styðja við heimamenn – eða gestina – sýni fram á annað hvort bólusetningu eða 48 gamalt PCR-próf. Sem stendur er það ekki krafa en talið er að enska úrvalsdeildin muni setja þá kröfu þann 1. október fyrir áhorfendur sem eru 18 ára eða eldri. Í júlí á þessu ári sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að líklega yrði sú krafa gerð á viðburðum þar sem fleiri en 20 þúsund kæmu saman. Old Trafford tekur sem stendur 74,140 manns í sæti og er ljóst að forráðamenn Man Utd stefna á að hafa uppselt á öllum leikjum liðsins út tímabilið. „Ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að frá og með 1. október 2021 þurfi fólk að sýna fram á bólusetningu eða neikvætt PCR-próf ætli það sér að mæta á stóra viðburði. Til að fylgja viðmiðum ensku úrvalsdeildarinnar þá munu slíkar reglur gilda á Old Trafford,“ segir í yfirlýsingu Man Utd um málið. Man United er langt því frá eina liðið sem ætlast til þessa af áhorfendum sínum. Brighton & Hove Albion, Chelsea og Tottenham Hotspur hafa nú þegar gert slíkar ráðstafanir og reikna má með því að fleiri lið fylgi í fótspor þeirra frá og með 1. október. BBC, breska ríkistúvarpið, greindi frá.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira