Enski boltinn

Handa­hófs­kenndar at­huganir í upp­hafi tíma­bils á Eng­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þau sem hafa áhuga á að sjá leiki ensku úrvalsdeildarinnar mega reikna með því að þurfa sýna fram á að þau séu bólusett eða nýlega staðfestingu á að þau séu ekki með Covid-19.
Þau sem hafa áhuga á að sjá leiki ensku úrvalsdeildarinnar mega reikna með því að þurfa sýna fram á að þau séu bólusett eða nýlega staðfestingu á að þau séu ekki með Covid-19. Ash Donelon/Getty Images

Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt að það verða gerðar handahófskenndar athuganir á leikvöllum deildarinnar í upphafi tímabils. Fólk sem ætlar sér að fara á leiki mun þurfa sýna fram á bólusetningu eða vera með neikvætt sýni sem er tekið innan við 48 tímum fyrir leik.

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu fer á fullt um helgina og stefna forráðamenn deildarinnar á að hleypa stuðningsfólki aftur á völlinn eftir að leikið hefur verið fyrir tómum völlum nær allar götur síðan að kórónuveiran skaut upp kollinum.

Fólkið sem ætlar sér á völlinn þarf þó að vera tilbúið að gangast undir handahófskenndar athuganir til að staðfesta að það sé bólusett eða sýna fram á neikvætt sýni sem var tekið innan við 48 tímum fyrir leik. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar en Sky Sports greindi frá.

Þar segir einnig að öll þau sem komi á leiki deildarinnar þurfi að sýna bólusetningarvottorð eða neikvætt próf við komu sína á völlinn. Á sumum völlum verða svo gerðar handahófskenndar athuganir á meðan leik stendur til að staðfesta að ferlið virki. Einnig kemur fram að regluverkið gæti breyst með skömmum fyrirvara.

Þá er fólki bent á að fylgja öllum þeim reglum sem gilda á leikvöngunum. Það er nota grímu innandyra, forðast snertingu við ókunnugt fólk og huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. 

„Þó allt sé að opna á nýjan leik vill ríkistjórnin benda á að faraldurinn er langt því frá að vera á bak og burt,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.