Erlent

Lofar andspyrnu gegn Talibönum

Þorgils Jónsson skrifar
Ahmad Massoud, talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar í Panjshir-dal, segir að baráttan gegn Talibönum muni halda áfram.
Ahmad Massoud, talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar í Panjshir-dal, segir að baráttan gegn Talibönum muni halda áfram. Getty

Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram.

Forvígismaður NRF, Ahmad Massoud að nafni, hvetur landsmenn til að rísa upp gegn ofríki Talibana sem hafi í engu vikið frá sinni öfgastefnu.

„Við viljum fullvissa afgönsku þjóðina um að baráttan gegn Talibönum og þeirra bandamönnum mun halda áfram þar til réttlæti og friður sigrar,“ 

Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Sky að þúsundir Talibana hafi vaðið yfir Panjshir-dal, en ef þeir hafa sannarlega lagt svæðið undir sig markar það viss tímamót. Í fyrsta lagi hafa þeir þá lagt undir sig allt landið, en þetta er í raun í fyrsta sinn sem þeir ná Panjshir undir sig.

Það var einmitt faðir fyrrnefnds Massouds, sem stýrði vörnum svæðisins, fyrst gegn innrásarliði Sovétríkjanna og svo gegn Talibönum á fyrri valdatíð þeirra á tíunda áratugnum fram að því að hann féll í bardaga skömmu áður en Talibönum var komið frá völdum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×