Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 10:31 Heilbrigðisstarfsmenn flytja íbúa á brott úr vöruskemmunni. AP/Chris Granger Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt. „Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
„Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent