Erlent

Taívanar kvarta yfir umferð kínverskra herþota

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kínversk stjórnvöld veigra sér ekki við að senda herþotur inn á umrætt varnarsvæði.
Kínversk stjórnvöld veigra sér ekki við að senda herþotur inn á umrætt varnarsvæði. epa/Aleksandar Plavevski

Yfirvöld í Taívan segja að nítján kínverskar herþotur hafi flogið inn fyrir skilgreint varnarsvæði Taívans í gær. Varnamálaráðuneyti landsins segir að þeirra á meðal hafi verið orrustuþotur og sprengjuflugvélar sem borið geti kjarnorkusprengjur.

Taívanar hafa nú í rúmt ár kvartað yfir kínverskum herþotum sem hafa verið að gerast æ ágengari á svæðinu en Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína og viðurkenna ekki sjálfstæði landsins. 

Hið skilgreinda varnarsvæði sem um ræðir er utan við eiginlega lofthelgi Taívans og segjast Kínverjar vera í fullum rétti að fljúga um svæðið, sem í raun er nær meginlandi Kína en Taívan, sem er eyja undan ströndum Kína. 

Í júní síðastliðnum fóru 28 kínverskar herþotur inn á sama svæði og fleiri dæmi eru um slíkt á þessu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×