„Ég hef aldrei verið svona reiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2021 22:00 Arnar Þór Viðarsson á blaðamannafundi hjá íslenska landsliðinu. Hann öskraði á íslensku strákana í hálfleik. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði að íslenska liðið yrði að virða stigið sem þeir náðu í gegn Norður Makedóníu í dag, sérstaklega í því ljósi að frammistaðan hefði ekki verið góð í 65 mínútur í leiknum. „Ég er stoltur af strákunum sem komu inná, þeim sem fóru út af og þeim sem voru inná allan tímann. Það var hópurinn sem skapaði þetta stig fyrir okkur,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi að leik loknum í dag. Íslenska liðið spilaði afleitlega í fyrri hálfleiknum og langt inn í síðari hálfleikinn. Í hálfleik fóru allir leikmenn liðsins inn í klefa, líka varamenn sem venjulega hita upp úti á velli í leikhléinu. „Ég öskraði svo mikið að ég missti röddina, ég öskraði í einhverjar þrjár mínútur og svo gekk ég út og Eiður Smári tók við. Ég hef aldrei verið svona reiður. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að vera þessi þjálfari en ég tapaði þeirri baráttu í dag,“ sagði Arnar Þór brosandi. Íslenska liðið var í vandræðum með föst leikatriði í leiknum í dag, bæði sóknar- og varnarlega. Arnar Þór sagði að hópurinn þyrfti einfaldlega meiri tíma til að koma þessum hlutum í betra horf. „Þetta er allt á okkar könnu og ábyrgðin er okkar,“ sagði Arnar Þór og átti þá við þjálfarateymið „Við vorum að henda einföldum innköstum í lappirnar á andstæðingi, horn sem við fengum fóru ekki í rétt svæði og við fáum á okkur mörk þar sem er hlaupið fram fyrir okkur og skallað á nærsvæði. Þetta ræðum við en ábyrgðin er hjá mér.“ „Ég skal viðurkenna að þetta er sá hluti af fótboltanum sem maður hefði viljað fá meiri tíma til að æfa en það er erfitt í þessum þriggja leikja glugga. Við fengum tvær æfingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu og eina fyrir þennan leik. Við erum að labba í gegnum þetta á einhverjum gönguæfingum en þetta þarf meiri athygli og meiri tíma.“ Arnar ræddi að það væri verið að henda ungum leikmönnum í djúpu laugina. Hann sagði það gríðarlega mikilvægt að hafa eldri leikmennina með í hópnum til að aðstoða þá yngri. „Við getum ekki hent ellefu ungum leikmönnum í liðið á þessu stigi, þá tekur það mjög langan tíma að læra. Ég er þakklátur fyrir það hvað eldri leikmennirnir eru að gefa af sér. Þeir eru svekktir með stöðuna í riðlinum eins og allir en eru líka að hjálpa þeim ungu. Við þurfum að þróa liðið en mér finnst við líka þurfa að bera virðingu fyrir þessum eldri leikmönnum sem eru hérna og því sem þeir hafa gert fyrir íslenska landsliðið.“ Hann nefndi sérstaklega Birki Má Sævarsson sem var að leika sinn 100 landsleik í dag. „Það er ótrúleg saga, 100 landsleikir. Þolþjálfarinn okkar sendi skilaboð eftir síðasta leik þegar hann skoðaði hlaupatölurnar hans. „This is fucking Premier League“. Þessar tölur á þessum aldri er magnað,“ sagði Arnar Þór að lokum. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04 Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
„Ég er stoltur af strákunum sem komu inná, þeim sem fóru út af og þeim sem voru inná allan tímann. Það var hópurinn sem skapaði þetta stig fyrir okkur,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi að leik loknum í dag. Íslenska liðið spilaði afleitlega í fyrri hálfleiknum og langt inn í síðari hálfleikinn. Í hálfleik fóru allir leikmenn liðsins inn í klefa, líka varamenn sem venjulega hita upp úti á velli í leikhléinu. „Ég öskraði svo mikið að ég missti röddina, ég öskraði í einhverjar þrjár mínútur og svo gekk ég út og Eiður Smári tók við. Ég hef aldrei verið svona reiður. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að vera þessi þjálfari en ég tapaði þeirri baráttu í dag,“ sagði Arnar Þór brosandi. Íslenska liðið var í vandræðum með föst leikatriði í leiknum í dag, bæði sóknar- og varnarlega. Arnar Þór sagði að hópurinn þyrfti einfaldlega meiri tíma til að koma þessum hlutum í betra horf. „Þetta er allt á okkar könnu og ábyrgðin er okkar,“ sagði Arnar Þór og átti þá við þjálfarateymið „Við vorum að henda einföldum innköstum í lappirnar á andstæðingi, horn sem við fengum fóru ekki í rétt svæði og við fáum á okkur mörk þar sem er hlaupið fram fyrir okkur og skallað á nærsvæði. Þetta ræðum við en ábyrgðin er hjá mér.“ „Ég skal viðurkenna að þetta er sá hluti af fótboltanum sem maður hefði viljað fá meiri tíma til að æfa en það er erfitt í þessum þriggja leikja glugga. Við fengum tvær æfingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu og eina fyrir þennan leik. Við erum að labba í gegnum þetta á einhverjum gönguæfingum en þetta þarf meiri athygli og meiri tíma.“ Arnar ræddi að það væri verið að henda ungum leikmönnum í djúpu laugina. Hann sagði það gríðarlega mikilvægt að hafa eldri leikmennina með í hópnum til að aðstoða þá yngri. „Við getum ekki hent ellefu ungum leikmönnum í liðið á þessu stigi, þá tekur það mjög langan tíma að læra. Ég er þakklátur fyrir það hvað eldri leikmennirnir eru að gefa af sér. Þeir eru svekktir með stöðuna í riðlinum eins og allir en eru líka að hjálpa þeim ungu. Við þurfum að þróa liðið en mér finnst við líka þurfa að bera virðingu fyrir þessum eldri leikmönnum sem eru hérna og því sem þeir hafa gert fyrir íslenska landsliðið.“ Hann nefndi sérstaklega Birki Má Sævarsson sem var að leika sinn 100 landsleik í dag. „Það er ótrúleg saga, 100 landsleikir. Þolþjálfarinn okkar sendi skilaboð eftir síðasta leik þegar hann skoðaði hlaupatölurnar hans. „This is fucking Premier League“. Þessar tölur á þessum aldri er magnað,“ sagði Arnar Þór að lokum.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04 Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04
Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43
Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23