„Ég er bara ótrúlega stoltur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 19:04 Birkir Bjarnason í hundraðasta landsleik sínum fyrir Ísland. Vísir/Hulda Margrét Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. Íslenska liðið spilaði ekki vel framan af leik. Norður-Makedónía komst yfir eftir hornspynu snemma leiks og tvöfölduðu forskotið snemma í síðari hálfleik. Ísland hrökk í gang síðasta stundarfjórðunginn þar sem mörk Brynjars Inga Bjarnasonar og Andra Lucasar Guðjohnsen skiluðu stigi. „Við vorum alls ekki sáttir í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri ekki nægilega gott, við bara byrjuðum þennan leik hrikalega illa og ákváðum að við ætluðum að koma út og sýna okkar rétta andlit. Mér fannst við gera það og við vorum örstutt frá því að taka öll þrjú [stigin].“ segir Birkir um leikinn. Aðspurður um hvort það hafi verið andleysi í liðinu segir hann: „Við tengdum ekki nægilega vel saman og þeir náðu að troða boltanum á milli okkar og við vorum dálítið hangandi eftir, mörg hlaup inn á milli og til baka, en mér fannst við gera vel að þétta í seinni hálfleik og við náðum að halda aðeins í boltann og sækja vel.“ segir Birkir. Klippa: Birkir Bjarna eftir N-Makedóníu Hann segir jafnframt svekkjandi að hafa ekki náð að vinna leikinn þar sem Ísland fékk fínar sóknarstöður eftir jöfnunarmark Andra Lucasar á 84. mínútu. „Við vorum oft mjög nálægt því og það er bara algjör synd að við náðum ekki aðeins að halda kúlinu á síðustu sendingunni og klára þetta.“ Birkir var að leika sinn 100. landsleik í dag, rétt eins og nafni hans Birkir Már Sævarsson. Fyrir leik dagsins hafði aðeins Rúnar Kristinsson náð þeim áfanga en Birkir segir það mikinn heiður. „Ég er bara ótrúlega stoltur. Það er gaman að þessu. Það er enn alltaf gaman að koma hérna og það er besti tíminn fyrir mig að koma í landsliðið og mæta strákunum og spila með þeim.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 „Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum. 5. september 2021 18:37 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 5. september 2021 18:22 Nafnarnir spiluðu sinn hundraðasta landsleik Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu báðir sinn 100. landsleik fyrir hönd íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. 5. september 2021 18:20 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Íslenska liðið spilaði ekki vel framan af leik. Norður-Makedónía komst yfir eftir hornspynu snemma leiks og tvöfölduðu forskotið snemma í síðari hálfleik. Ísland hrökk í gang síðasta stundarfjórðunginn þar sem mörk Brynjars Inga Bjarnasonar og Andra Lucasar Guðjohnsen skiluðu stigi. „Við vorum alls ekki sáttir í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri ekki nægilega gott, við bara byrjuðum þennan leik hrikalega illa og ákváðum að við ætluðum að koma út og sýna okkar rétta andlit. Mér fannst við gera það og við vorum örstutt frá því að taka öll þrjú [stigin].“ segir Birkir um leikinn. Aðspurður um hvort það hafi verið andleysi í liðinu segir hann: „Við tengdum ekki nægilega vel saman og þeir náðu að troða boltanum á milli okkar og við vorum dálítið hangandi eftir, mörg hlaup inn á milli og til baka, en mér fannst við gera vel að þétta í seinni hálfleik og við náðum að halda aðeins í boltann og sækja vel.“ segir Birkir. Klippa: Birkir Bjarna eftir N-Makedóníu Hann segir jafnframt svekkjandi að hafa ekki náð að vinna leikinn þar sem Ísland fékk fínar sóknarstöður eftir jöfnunarmark Andra Lucasar á 84. mínútu. „Við vorum oft mjög nálægt því og það er bara algjör synd að við náðum ekki aðeins að halda kúlinu á síðustu sendingunni og klára þetta.“ Birkir var að leika sinn 100. landsleik í dag, rétt eins og nafni hans Birkir Már Sævarsson. Fyrir leik dagsins hafði aðeins Rúnar Kristinsson náð þeim áfanga en Birkir segir það mikinn heiður. „Ég er bara ótrúlega stoltur. Það er gaman að þessu. Það er enn alltaf gaman að koma hérna og það er besti tíminn fyrir mig að koma í landsliðið og mæta strákunum og spila með þeim.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 „Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum. 5. september 2021 18:37 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 5. september 2021 18:22 Nafnarnir spiluðu sinn hundraðasta landsleik Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu báðir sinn 100. landsleik fyrir hönd íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. 5. september 2021 18:20 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43
„Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum. 5. september 2021 18:37
Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23
Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 5. september 2021 18:22
Nafnarnir spiluðu sinn hundraðasta landsleik Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu báðir sinn 100. landsleik fyrir hönd íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. 5. september 2021 18:20