„Ég hef aldrei verið svona reiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2021 22:00 Arnar Þór Viðarsson á blaðamannafundi hjá íslenska landsliðinu. Hann öskraði á íslensku strákana í hálfleik. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði að íslenska liðið yrði að virða stigið sem þeir náðu í gegn Norður Makedóníu í dag, sérstaklega í því ljósi að frammistaðan hefði ekki verið góð í 65 mínútur í leiknum. „Ég er stoltur af strákunum sem komu inná, þeim sem fóru út af og þeim sem voru inná allan tímann. Það var hópurinn sem skapaði þetta stig fyrir okkur,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi að leik loknum í dag. Íslenska liðið spilaði afleitlega í fyrri hálfleiknum og langt inn í síðari hálfleikinn. Í hálfleik fóru allir leikmenn liðsins inn í klefa, líka varamenn sem venjulega hita upp úti á velli í leikhléinu. „Ég öskraði svo mikið að ég missti röddina, ég öskraði í einhverjar þrjár mínútur og svo gekk ég út og Eiður Smári tók við. Ég hef aldrei verið svona reiður. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að vera þessi þjálfari en ég tapaði þeirri baráttu í dag,“ sagði Arnar Þór brosandi. Íslenska liðið var í vandræðum með föst leikatriði í leiknum í dag, bæði sóknar- og varnarlega. Arnar Þór sagði að hópurinn þyrfti einfaldlega meiri tíma til að koma þessum hlutum í betra horf. „Þetta er allt á okkar könnu og ábyrgðin er okkar,“ sagði Arnar Þór og átti þá við þjálfarateymið „Við vorum að henda einföldum innköstum í lappirnar á andstæðingi, horn sem við fengum fóru ekki í rétt svæði og við fáum á okkur mörk þar sem er hlaupið fram fyrir okkur og skallað á nærsvæði. Þetta ræðum við en ábyrgðin er hjá mér.“ „Ég skal viðurkenna að þetta er sá hluti af fótboltanum sem maður hefði viljað fá meiri tíma til að æfa en það er erfitt í þessum þriggja leikja glugga. Við fengum tvær æfingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu og eina fyrir þennan leik. Við erum að labba í gegnum þetta á einhverjum gönguæfingum en þetta þarf meiri athygli og meiri tíma.“ Arnar ræddi að það væri verið að henda ungum leikmönnum í djúpu laugina. Hann sagði það gríðarlega mikilvægt að hafa eldri leikmennina með í hópnum til að aðstoða þá yngri. „Við getum ekki hent ellefu ungum leikmönnum í liðið á þessu stigi, þá tekur það mjög langan tíma að læra. Ég er þakklátur fyrir það hvað eldri leikmennirnir eru að gefa af sér. Þeir eru svekktir með stöðuna í riðlinum eins og allir en eru líka að hjálpa þeim ungu. Við þurfum að þróa liðið en mér finnst við líka þurfa að bera virðingu fyrir þessum eldri leikmönnum sem eru hérna og því sem þeir hafa gert fyrir íslenska landsliðið.“ Hann nefndi sérstaklega Birki Má Sævarsson sem var að leika sinn 100 landsleik í dag. „Það er ótrúleg saga, 100 landsleikir. Þolþjálfarinn okkar sendi skilaboð eftir síðasta leik þegar hann skoðaði hlaupatölurnar hans. „This is fucking Premier League“. Þessar tölur á þessum aldri er magnað,“ sagði Arnar Þór að lokum. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04 Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
„Ég er stoltur af strákunum sem komu inná, þeim sem fóru út af og þeim sem voru inná allan tímann. Það var hópurinn sem skapaði þetta stig fyrir okkur,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi að leik loknum í dag. Íslenska liðið spilaði afleitlega í fyrri hálfleiknum og langt inn í síðari hálfleikinn. Í hálfleik fóru allir leikmenn liðsins inn í klefa, líka varamenn sem venjulega hita upp úti á velli í leikhléinu. „Ég öskraði svo mikið að ég missti röddina, ég öskraði í einhverjar þrjár mínútur og svo gekk ég út og Eiður Smári tók við. Ég hef aldrei verið svona reiður. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að vera þessi þjálfari en ég tapaði þeirri baráttu í dag,“ sagði Arnar Þór brosandi. Íslenska liðið var í vandræðum með föst leikatriði í leiknum í dag, bæði sóknar- og varnarlega. Arnar Þór sagði að hópurinn þyrfti einfaldlega meiri tíma til að koma þessum hlutum í betra horf. „Þetta er allt á okkar könnu og ábyrgðin er okkar,“ sagði Arnar Þór og átti þá við þjálfarateymið „Við vorum að henda einföldum innköstum í lappirnar á andstæðingi, horn sem við fengum fóru ekki í rétt svæði og við fáum á okkur mörk þar sem er hlaupið fram fyrir okkur og skallað á nærsvæði. Þetta ræðum við en ábyrgðin er hjá mér.“ „Ég skal viðurkenna að þetta er sá hluti af fótboltanum sem maður hefði viljað fá meiri tíma til að æfa en það er erfitt í þessum þriggja leikja glugga. Við fengum tvær æfingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu og eina fyrir þennan leik. Við erum að labba í gegnum þetta á einhverjum gönguæfingum en þetta þarf meiri athygli og meiri tíma.“ Arnar ræddi að það væri verið að henda ungum leikmönnum í djúpu laugina. Hann sagði það gríðarlega mikilvægt að hafa eldri leikmennina með í hópnum til að aðstoða þá yngri. „Við getum ekki hent ellefu ungum leikmönnum í liðið á þessu stigi, þá tekur það mjög langan tíma að læra. Ég er þakklátur fyrir það hvað eldri leikmennirnir eru að gefa af sér. Þeir eru svekktir með stöðuna í riðlinum eins og allir en eru líka að hjálpa þeim ungu. Við þurfum að þróa liðið en mér finnst við líka þurfa að bera virðingu fyrir þessum eldri leikmönnum sem eru hérna og því sem þeir hafa gert fyrir íslenska landsliðið.“ Hann nefndi sérstaklega Birki Má Sævarsson sem var að leika sinn 100 landsleik í dag. „Það er ótrúleg saga, 100 landsleikir. Þolþjálfarinn okkar sendi skilaboð eftir síðasta leik þegar hann skoðaði hlaupatölurnar hans. „This is fucking Premier League“. Þessar tölur á þessum aldri er magnað,“ sagði Arnar Þór að lokum.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04 Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04
Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43
Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23