„Ég hef aldrei verið svona reiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2021 22:00 Arnar Þór Viðarsson á blaðamannafundi hjá íslenska landsliðinu. Hann öskraði á íslensku strákana í hálfleik. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði að íslenska liðið yrði að virða stigið sem þeir náðu í gegn Norður Makedóníu í dag, sérstaklega í því ljósi að frammistaðan hefði ekki verið góð í 65 mínútur í leiknum. „Ég er stoltur af strákunum sem komu inná, þeim sem fóru út af og þeim sem voru inná allan tímann. Það var hópurinn sem skapaði þetta stig fyrir okkur,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi að leik loknum í dag. Íslenska liðið spilaði afleitlega í fyrri hálfleiknum og langt inn í síðari hálfleikinn. Í hálfleik fóru allir leikmenn liðsins inn í klefa, líka varamenn sem venjulega hita upp úti á velli í leikhléinu. „Ég öskraði svo mikið að ég missti röddina, ég öskraði í einhverjar þrjár mínútur og svo gekk ég út og Eiður Smári tók við. Ég hef aldrei verið svona reiður. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að vera þessi þjálfari en ég tapaði þeirri baráttu í dag,“ sagði Arnar Þór brosandi. Íslenska liðið var í vandræðum með föst leikatriði í leiknum í dag, bæði sóknar- og varnarlega. Arnar Þór sagði að hópurinn þyrfti einfaldlega meiri tíma til að koma þessum hlutum í betra horf. „Þetta er allt á okkar könnu og ábyrgðin er okkar,“ sagði Arnar Þór og átti þá við þjálfarateymið „Við vorum að henda einföldum innköstum í lappirnar á andstæðingi, horn sem við fengum fóru ekki í rétt svæði og við fáum á okkur mörk þar sem er hlaupið fram fyrir okkur og skallað á nærsvæði. Þetta ræðum við en ábyrgðin er hjá mér.“ „Ég skal viðurkenna að þetta er sá hluti af fótboltanum sem maður hefði viljað fá meiri tíma til að æfa en það er erfitt í þessum þriggja leikja glugga. Við fengum tvær æfingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu og eina fyrir þennan leik. Við erum að labba í gegnum þetta á einhverjum gönguæfingum en þetta þarf meiri athygli og meiri tíma.“ Arnar ræddi að það væri verið að henda ungum leikmönnum í djúpu laugina. Hann sagði það gríðarlega mikilvægt að hafa eldri leikmennina með í hópnum til að aðstoða þá yngri. „Við getum ekki hent ellefu ungum leikmönnum í liðið á þessu stigi, þá tekur það mjög langan tíma að læra. Ég er þakklátur fyrir það hvað eldri leikmennirnir eru að gefa af sér. Þeir eru svekktir með stöðuna í riðlinum eins og allir en eru líka að hjálpa þeim ungu. Við þurfum að þróa liðið en mér finnst við líka þurfa að bera virðingu fyrir þessum eldri leikmönnum sem eru hérna og því sem þeir hafa gert fyrir íslenska landsliðið.“ Hann nefndi sérstaklega Birki Má Sævarsson sem var að leika sinn 100 landsleik í dag. „Það er ótrúleg saga, 100 landsleikir. Þolþjálfarinn okkar sendi skilaboð eftir síðasta leik þegar hann skoðaði hlaupatölurnar hans. „This is fucking Premier League“. Þessar tölur á þessum aldri er magnað,“ sagði Arnar Þór að lokum. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04 Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
„Ég er stoltur af strákunum sem komu inná, þeim sem fóru út af og þeim sem voru inná allan tímann. Það var hópurinn sem skapaði þetta stig fyrir okkur,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi að leik loknum í dag. Íslenska liðið spilaði afleitlega í fyrri hálfleiknum og langt inn í síðari hálfleikinn. Í hálfleik fóru allir leikmenn liðsins inn í klefa, líka varamenn sem venjulega hita upp úti á velli í leikhléinu. „Ég öskraði svo mikið að ég missti röddina, ég öskraði í einhverjar þrjár mínútur og svo gekk ég út og Eiður Smári tók við. Ég hef aldrei verið svona reiður. Ég lofaði sjálfum mér að ég ætlaði ekki að vera þessi þjálfari en ég tapaði þeirri baráttu í dag,“ sagði Arnar Þór brosandi. Íslenska liðið var í vandræðum með föst leikatriði í leiknum í dag, bæði sóknar- og varnarlega. Arnar Þór sagði að hópurinn þyrfti einfaldlega meiri tíma til að koma þessum hlutum í betra horf. „Þetta er allt á okkar könnu og ábyrgðin er okkar,“ sagði Arnar Þór og átti þá við þjálfarateymið „Við vorum að henda einföldum innköstum í lappirnar á andstæðingi, horn sem við fengum fóru ekki í rétt svæði og við fáum á okkur mörk þar sem er hlaupið fram fyrir okkur og skallað á nærsvæði. Þetta ræðum við en ábyrgðin er hjá mér.“ „Ég skal viðurkenna að þetta er sá hluti af fótboltanum sem maður hefði viljað fá meiri tíma til að æfa en það er erfitt í þessum þriggja leikja glugga. Við fengum tvær æfingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu og eina fyrir þennan leik. Við erum að labba í gegnum þetta á einhverjum gönguæfingum en þetta þarf meiri athygli og meiri tíma.“ Arnar ræddi að það væri verið að henda ungum leikmönnum í djúpu laugina. Hann sagði það gríðarlega mikilvægt að hafa eldri leikmennina með í hópnum til að aðstoða þá yngri. „Við getum ekki hent ellefu ungum leikmönnum í liðið á þessu stigi, þá tekur það mjög langan tíma að læra. Ég er þakklátur fyrir það hvað eldri leikmennirnir eru að gefa af sér. Þeir eru svekktir með stöðuna í riðlinum eins og allir en eru líka að hjálpa þeim ungu. Við þurfum að þróa liðið en mér finnst við líka þurfa að bera virðingu fyrir þessum eldri leikmönnum sem eru hérna og því sem þeir hafa gert fyrir íslenska landsliðið.“ Hann nefndi sérstaklega Birki Má Sævarsson sem var að leika sinn 100 landsleik í dag. „Það er ótrúleg saga, 100 landsleikir. Þolþjálfarinn okkar sendi skilaboð eftir síðasta leik þegar hann skoðaði hlaupatölurnar hans. „This is fucking Premier League“. Þessar tölur á þessum aldri er magnað,“ sagði Arnar Þór að lokum.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04 Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04
Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43
Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23