Enski boltinn

Meistararnir byrjuðu titilvörnina á tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
 Vivianne Miedema skoraði fyrsta mark Arsenal í dag.
 Vivianne Miedema skoraði fyrsta mark Arsenal í dag. Justin Setterfield - The FA/The FA via Getty Images

Englandsmeistarar Chelsea þurftu að sætta sig við 3-2 tap þegar að liðið heimsótti Arsenal í Lundúnaslag í fyrstu umferð ensku Ofurdeildarinnar.

Vivianne Miedema kom heimakonum yfir á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Katie McCabe áður en að Erin Cuthbert jafnaði metin fyrir Englandsmeistarana undir lok fyrri hálfleiks.

Staðan var því 1-1 þegar að gengið var til búningsherbergja, en seinni hálfleikur var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Arsenal tók forystuna á ný með marki frá Bethany Mead.

Mead bætti við sínu öðru marki og þriðja marki Arsenal eftir klukkutíma leik en Pernille Harder minnkaði muninn fjórum mínútum síðar.

Það reyndist lokamark leiksins og það voru því leikmenn Arsenal sem fögnuðu sigri gegn Englandsmeisturum Chelsea í fyrstu umferð ensku Ofurdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×