Rifist um argentínsku landsliðsmennina | Gætu misst af tveimur leikjum í deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 22:02 Romero og Lo Celso gætu misst af þremur leikjum Tottenham. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Tottenham Hotspur og Aston Villa eiga í deilum við argentínska knattspyrnusambandið vegna leikmanna liðanna sem eru í landsliðshópi Argentínu. Leikmennirnir eiga á hættu að missa af næstu tveimur deildarleikjum með liðum sínum. Enska úrvalsdeildin, í samráði við félög í deildinni, tók þá ákvörðun fyrir yfirstandandi landsleikjaglugga að hleypa engum leikmönnum á svokölluð hættusvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig eru engir leikmenn úr deildinni í brasilíska landsliðshópnum en smitfjöldi er enn mikill í Suður-Ameríku. Argentínumönnunum Emiliano Buendía og Emiliano Martínez, úr Aston Villa, og Cristian Romero og Giovani Lo Celso, úr Tottenham, var þó hleypt af félögum sínum í landsliðshópinn, en aðeins ef þeir leikmenn myndu snúa til baka eftir stórleik Argentínu við Brasilíu á sunnudagskvöld. Kannast ekki við slíkt samkomulag Lionel Scaloni stýrði Argentínumönnum til Suður-Ameríkutitils í sumar.Gustavo Pagano/Getty Images Lionel Scaloni, þjálfari argentínska liðsins, segist þó ekkert kannast við slíkt samkomulag og segir leikmennina verða með gegn Bólivíu næsta fimmtudag. „Við gáfum út leikmannalista fyrir þessa þrjá leiki og það er enginn vafi um það,“ sagði Scaloni eftir 3-1 sigur Argentínu á Venesúela á fimmtudaginn var. „Leikmennirnir munu spila alla þrjá leikina. Félögin neituðu okkur aldrei um það. Við ræddum við félögin og komust að þeirri niðurstöðu og þeir yrðu að koma.“ Mikið undir hjá félögunum Martínez er lykilmaður hjá Aston Villa, enda aðalmarkvörður félagsins. Liðsfélagi hans Buendía varð í sumar dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það munar því um minna.Catherine Ivill/Getty Images Leikmennirnir fjórir munu þurfa að fara í tíu daga einangrun eftir komuna til Bretlands áður en þeir geta hafið æfingar með liðsfélögum sínum á ný. Ljóst er að Romero og Lo Celso munu missa af leik Tottenham við Crystal Palace þarnæstu helgi og að Buendía og Martínez spili ekki gegn Chelsea sömu helgi. Fari hins vegar svo að leikmennirnir komi ekki til Bretlands fyrr en eftir leikinn við Bólivíu á fimmtudag fjölgar leikjunum sem þeir missa af. Lo Celso og Romero myndu þá missa af leik við Rennes í Evrópudeildinni og leik Tottenham við Chelsea helgina eftir. Villa-leikmennirnir myndu missa af leik við Everton auk þess við Chelsea helgina áður. Samkvæmt Sky Sports halda félögin sig við það að leikmennirnir snúi aftur eftir leikinn við Brasilíu og að þeir komi til Englands strax eftir helgi. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Enska úrvalsdeildin, í samráði við félög í deildinni, tók þá ákvörðun fyrir yfirstandandi landsleikjaglugga að hleypa engum leikmönnum á svokölluð hættusvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig eru engir leikmenn úr deildinni í brasilíska landsliðshópnum en smitfjöldi er enn mikill í Suður-Ameríku. Argentínumönnunum Emiliano Buendía og Emiliano Martínez, úr Aston Villa, og Cristian Romero og Giovani Lo Celso, úr Tottenham, var þó hleypt af félögum sínum í landsliðshópinn, en aðeins ef þeir leikmenn myndu snúa til baka eftir stórleik Argentínu við Brasilíu á sunnudagskvöld. Kannast ekki við slíkt samkomulag Lionel Scaloni stýrði Argentínumönnum til Suður-Ameríkutitils í sumar.Gustavo Pagano/Getty Images Lionel Scaloni, þjálfari argentínska liðsins, segist þó ekkert kannast við slíkt samkomulag og segir leikmennina verða með gegn Bólivíu næsta fimmtudag. „Við gáfum út leikmannalista fyrir þessa þrjá leiki og það er enginn vafi um það,“ sagði Scaloni eftir 3-1 sigur Argentínu á Venesúela á fimmtudaginn var. „Leikmennirnir munu spila alla þrjá leikina. Félögin neituðu okkur aldrei um það. Við ræddum við félögin og komust að þeirri niðurstöðu og þeir yrðu að koma.“ Mikið undir hjá félögunum Martínez er lykilmaður hjá Aston Villa, enda aðalmarkvörður félagsins. Liðsfélagi hans Buendía varð í sumar dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það munar því um minna.Catherine Ivill/Getty Images Leikmennirnir fjórir munu þurfa að fara í tíu daga einangrun eftir komuna til Bretlands áður en þeir geta hafið æfingar með liðsfélögum sínum á ný. Ljóst er að Romero og Lo Celso munu missa af leik Tottenham við Crystal Palace þarnæstu helgi og að Buendía og Martínez spili ekki gegn Chelsea sömu helgi. Fari hins vegar svo að leikmennirnir komi ekki til Bretlands fyrr en eftir leikinn við Bólivíu á fimmtudag fjölgar leikjunum sem þeir missa af. Lo Celso og Romero myndu þá missa af leik við Rennes í Evrópudeildinni og leik Tottenham við Chelsea helgina eftir. Villa-leikmennirnir myndu missa af leik við Everton auk þess við Chelsea helgina áður. Samkvæmt Sky Sports halda félögin sig við það að leikmennirnir snúi aftur eftir leikinn við Brasilíu og að þeir komi til Englands strax eftir helgi.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira