Landsliðsþjálfarinn eftir súrt tap: „Þó við séum að þróa liðið viljum við alltaf vinna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2021 21:20 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Stöð 2 „Við erum bara hundfúlir. Ég er nokkuð sáttur með frammistöðuna í heild. Auðvitað færðu alltaf einhverja möguleika á móti, það er þannig í fótbolta,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 0-2 tapið gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Held við höfum fengið bestu færin í leiknum. Það er erfitt að fá sig mark svona snemma eftir hálfleik, við vorum sjálfum okkur verstir þar. Erum einfaldlega ekki klárir. Á þessu getustigi máttu ekki gefa andstæðingunum neitt. Var erfitt í síðari hálfleik þó við höfum fengið færi og mögulega átt skilið að jafna,“ sagði Arnar Þór um síðari hálfleikinn en hann var vart mínútu gamall er Ísland lenti undir. „Heilt yfir er ég stoltur af strákunum. Ágætis frammistaða og þó það sé sem hægt er að laga þá er fullt sem ég er ánægður með. Á þessu getustigi þarf aðeins meiri gæði, það var akkúrat það sem vantaði upp á í dag. Sendingar fóru ekki á réttan stað, það eru gæði og svo ákveðin reynsla.“ „Þegar þú ert kominn á þetta getustig þarf allt að gerast aðeins hraðar. Allar sendingar þurfa að koma aðeins hraðar, það þarf að skila sér í vörn og sókn aðeins hraðar. Þetta eru allt skref sem við þurfum að taka.“ „Ég er rosalega stoltur af ungu drengjunum í liðinu. Þeir eldri voru líka frábærir alla vikuna. Við förum upp á hótel núna og greinum þetta. Tölum svo saman á morgun, snúum svo bökum saman og tökum næsta skref til að ná í stigin þrjú á sunnudaginn.“ Um stöðuna í riðlinum „Hún er mjög erfið. Við erum í raun búnir að tapa öllum þeim stigum sem við megum tapa. Riðillinn þarf að spilast ansi skringilega til að við eigum möguleika, þurfum að vinna allt sem eftir er. Við vissum samt alveg í hvaða stöðu við vorum fyrir leikinn.“ „Ég sagði það fyrr í vikunni að staðan núna er allt önnur en hún var þegar við byrjuðum á þessu verkefni í mars. Það er ekki hægt að horfa framhjá því. Þá er bara að sjá möguleika í þeirri stöðu og horfa til framtíðar, þróa leikmenn og gefa leikmönnum áfram möguleika á sem bestum úrslitum með íslenska landsliðinu. Þó við séum að þróa liðið viljum við alltaf vinna. Getum ekki verið uppeldisstöð.“ „Þurfum að taka næsta skref allir saman. Það er heljarinnar verk framundan og við erum allir tilbúnir í það. Það eru allir klárir að gera sitt besta.“ Klippa: Arnar Þór Um undirbúninginn fyrir leik kvöldsins „Frá og með deginum í gær fannst mér hann ganga mjög vel. Hef voðalega lítið þurft að kveikja í stráunum, þeir hafa verið mjög einbeittir á leikinn. Held það hafi sést í kvöld. Ef einbeitingin er samt ekki til staðar allar sekúndurnar af mínútunum 90 þá getur þú fengið mörk á þig, þurfum að vinna í því.“ Um fyrra markið „Ég er hundfúll að hafa fengið það mark á mig, ef þú ferð inn í klefa sérðu að leikmennirnir eru það líka. Þú getur ekki gefið andstæðinginum svona mikið af mistökum í röð á þessu getustigi. Það er ekki kveikt á okkur þegar þeir taka innkastið fljóttm við sjáum ekki mann og bolta þegar fyrirgjöfin kemur. Þetta er dýrkeypt röð af mistökum. Við viljum ekki gefa andstæðingum okkar neitt, það eru grunngildi íslenska landsliðins. Við veðrum að vinna einvígin okkar og verður að vera kveikt á okkur allar sekúndurnar í leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það. 2. september 2021 18:45 Jóhann Berg: Gríðarlegt svekkelsi „Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. 2. september 2021 20:49 Kom Rúnari Alex líka á óvart að hann fékk að byrja: Ekki verið auðveldir dagar Rúnar Alex Rúnarsson stóð óvænt í íslenska markinu á móti Rúmeníu í kvöld og komst vel frá sínu þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk. Núll stig á heimavelli voru samt ekki úrslitin sem íslenska liðið var að vonast eftir. 2. september 2021 21:08 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
„Held við höfum fengið bestu færin í leiknum. Það er erfitt að fá sig mark svona snemma eftir hálfleik, við vorum sjálfum okkur verstir þar. Erum einfaldlega ekki klárir. Á þessu getustigi máttu ekki gefa andstæðingunum neitt. Var erfitt í síðari hálfleik þó við höfum fengið færi og mögulega átt skilið að jafna,“ sagði Arnar Þór um síðari hálfleikinn en hann var vart mínútu gamall er Ísland lenti undir. „Heilt yfir er ég stoltur af strákunum. Ágætis frammistaða og þó það sé sem hægt er að laga þá er fullt sem ég er ánægður með. Á þessu getustigi þarf aðeins meiri gæði, það var akkúrat það sem vantaði upp á í dag. Sendingar fóru ekki á réttan stað, það eru gæði og svo ákveðin reynsla.“ „Þegar þú ert kominn á þetta getustig þarf allt að gerast aðeins hraðar. Allar sendingar þurfa að koma aðeins hraðar, það þarf að skila sér í vörn og sókn aðeins hraðar. Þetta eru allt skref sem við þurfum að taka.“ „Ég er rosalega stoltur af ungu drengjunum í liðinu. Þeir eldri voru líka frábærir alla vikuna. Við förum upp á hótel núna og greinum þetta. Tölum svo saman á morgun, snúum svo bökum saman og tökum næsta skref til að ná í stigin þrjú á sunnudaginn.“ Um stöðuna í riðlinum „Hún er mjög erfið. Við erum í raun búnir að tapa öllum þeim stigum sem við megum tapa. Riðillinn þarf að spilast ansi skringilega til að við eigum möguleika, þurfum að vinna allt sem eftir er. Við vissum samt alveg í hvaða stöðu við vorum fyrir leikinn.“ „Ég sagði það fyrr í vikunni að staðan núna er allt önnur en hún var þegar við byrjuðum á þessu verkefni í mars. Það er ekki hægt að horfa framhjá því. Þá er bara að sjá möguleika í þeirri stöðu og horfa til framtíðar, þróa leikmenn og gefa leikmönnum áfram möguleika á sem bestum úrslitum með íslenska landsliðinu. Þó við séum að þróa liðið viljum við alltaf vinna. Getum ekki verið uppeldisstöð.“ „Þurfum að taka næsta skref allir saman. Það er heljarinnar verk framundan og við erum allir tilbúnir í það. Það eru allir klárir að gera sitt besta.“ Klippa: Arnar Þór Um undirbúninginn fyrir leik kvöldsins „Frá og með deginum í gær fannst mér hann ganga mjög vel. Hef voðalega lítið þurft að kveikja í stráunum, þeir hafa verið mjög einbeittir á leikinn. Held það hafi sést í kvöld. Ef einbeitingin er samt ekki til staðar allar sekúndurnar af mínútunum 90 þá getur þú fengið mörk á þig, þurfum að vinna í því.“ Um fyrra markið „Ég er hundfúll að hafa fengið það mark á mig, ef þú ferð inn í klefa sérðu að leikmennirnir eru það líka. Þú getur ekki gefið andstæðinginum svona mikið af mistökum í röð á þessu getustigi. Það er ekki kveikt á okkur þegar þeir taka innkastið fljóttm við sjáum ekki mann og bolta þegar fyrirgjöfin kemur. Þetta er dýrkeypt röð af mistökum. Við viljum ekki gefa andstæðingum okkar neitt, það eru grunngildi íslenska landsliðins. Við veðrum að vinna einvígin okkar og verður að vera kveikt á okkur allar sekúndurnar í leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það. 2. september 2021 18:45 Jóhann Berg: Gríðarlegt svekkelsi „Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. 2. september 2021 20:49 Kom Rúnari Alex líka á óvart að hann fékk að byrja: Ekki verið auðveldir dagar Rúnar Alex Rúnarsson stóð óvænt í íslenska markinu á móti Rúmeníu í kvöld og komst vel frá sínu þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk. Núll stig á heimavelli voru samt ekki úrslitin sem íslenska liðið var að vonast eftir. 2. september 2021 21:08 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50
Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það. 2. september 2021 18:45
Jóhann Berg: Gríðarlegt svekkelsi „Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. 2. september 2021 20:49
Kom Rúnari Alex líka á óvart að hann fékk að byrja: Ekki verið auðveldir dagar Rúnar Alex Rúnarsson stóð óvænt í íslenska markinu á móti Rúmeníu í kvöld og komst vel frá sínu þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk. Núll stig á heimavelli voru samt ekki úrslitin sem íslenska liðið var að vonast eftir. 2. september 2021 21:08