Kom Rúnari Alex líka á óvart að hann fékk að byrja: Ekki verið auðveldir dagar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2021 21:08 Rúnar Alex Rúnarsson slapp hér með skrekkinn eftir mislukkaða sendingu Hjartar Hermannssonar aftur til hans. Vísir/Vilhelm Rúnar Alex Rúnarsson stóð óvænt í íslenska markinu á móti Rúmeníu í kvöld og komst vel frá sínu þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk. Núll stig á heimavelli voru samt ekki úrslitin sem íslenska liðið var að vonast eftir. „Ég er sammála því að niðurstaðan sé vonbrigði. Ég veit ekki hvort að það hafi bara vantað eitt til tvö prósent upp á þegar við vorum komnir inn á síðasta þriðjung til að skapa alvöru hættu. Ég held að markvörðurinn þeirra eigi ekki eina einustu vörslu í leiknum en samt erum við trekk í trekk að komast fyrir aftan þá og í góða stöðu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í og laga fyrir næsta leik og ég er viss um það að við gerum það,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska liðsins, eftir 2-0 tap á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í kvöld. Leiðinlegt mark að fá á sig „Fyrsta markið var leiðinlegt mark að fá á sig. Klafs og við töpum einvígum sem við eigum ekki að gera sérstaklega ekki á okkar heimavelli. Skot sem breytir um stefnu, endar sem besta fyrirgjöf sögunnar og maður skóflar henni inn á fjærstönginni,“ sagði Alex um fyrri markið sem kom í upphafi seinni hálfleiks. Það seinna kom síðan eftir horn íslenska liðsins. „Seinna markið er rosalega svekkjandi. Maður vill aldrei fá mark á sig þegar við eigum fast leikatriði. Við vorum graðir í að jafna þennan leik og vildum fá þrjú stig. Við þorðum að stíga upp og spila tvo á tvo og gerðum ráð fyrir því að við myndum vinna þetta einvígi. Svo spila þeir rosalega vel út úr þessu og komast í einn á einn stöðu sem er alltaf erfitt. Góð skyndisókn hjá þeim,“ sagði Alex en er HM-draumurinn úti? HM-draumurinn er ekki úti „Nei, hann er ekki úti en líkurnar minnka alltaf og þetta er kannski orðið erfiðara fyrir okkur en við gefumst ekki upp,“ sagði Alex. Hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Hannes Þór Halldórsson. „Þetta kom mér svo sem líka á óvart. Hann er búinn að eiga frábært tímabil og búinn að vera frábær fyrir landsliðið í ellefu ár. Ég er ekki búinn að vera spila mikið undanfarið. Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég alltaf klár þegar kallið kemur. Mér fannst ég standa mig vel í dag en svo sjáum við bara til með næsta leik eftir þrjá daga,“ sagði Alex. Reyndu að láta þetta hafa sem minnst áhrif á sig Hvernig hafa síðustu dagar verið í þessum erfiðu aðstæðum? „Þeir hafa ekki verið auðveldir. Við höfum reynt að láta þetta hafa sem minnst áhrif á okkur en hvort að þetta séu þessi eitt til tvö prósent sem vantaði upp á sóknarlega í dag. Hver veit. Þetta var erfiður undirbúningur fyrir þennan leik en mér fannst við standa okkur vel sem lið. Við stóðum saman og gáfum okkur alla í þetta,“ sagði Alex.' Klippa: Viðtal við Rúnar Alex HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
„Ég er sammála því að niðurstaðan sé vonbrigði. Ég veit ekki hvort að það hafi bara vantað eitt til tvö prósent upp á þegar við vorum komnir inn á síðasta þriðjung til að skapa alvöru hættu. Ég held að markvörðurinn þeirra eigi ekki eina einustu vörslu í leiknum en samt erum við trekk í trekk að komast fyrir aftan þá og í góða stöðu. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í og laga fyrir næsta leik og ég er viss um það að við gerum það,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska liðsins, eftir 2-0 tap á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í kvöld. Leiðinlegt mark að fá á sig „Fyrsta markið var leiðinlegt mark að fá á sig. Klafs og við töpum einvígum sem við eigum ekki að gera sérstaklega ekki á okkar heimavelli. Skot sem breytir um stefnu, endar sem besta fyrirgjöf sögunnar og maður skóflar henni inn á fjærstönginni,“ sagði Alex um fyrri markið sem kom í upphafi seinni hálfleiks. Það seinna kom síðan eftir horn íslenska liðsins. „Seinna markið er rosalega svekkjandi. Maður vill aldrei fá mark á sig þegar við eigum fast leikatriði. Við vorum graðir í að jafna þennan leik og vildum fá þrjú stig. Við þorðum að stíga upp og spila tvo á tvo og gerðum ráð fyrir því að við myndum vinna þetta einvígi. Svo spila þeir rosalega vel út úr þessu og komast í einn á einn stöðu sem er alltaf erfitt. Góð skyndisókn hjá þeim,“ sagði Alex en er HM-draumurinn úti? HM-draumurinn er ekki úti „Nei, hann er ekki úti en líkurnar minnka alltaf og þetta er kannski orðið erfiðara fyrir okkur en við gefumst ekki upp,“ sagði Alex. Hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Hannes Þór Halldórsson. „Þetta kom mér svo sem líka á óvart. Hann er búinn að eiga frábært tímabil og búinn að vera frábær fyrir landsliðið í ellefu ár. Ég er ekki búinn að vera spila mikið undanfarið. Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég alltaf klár þegar kallið kemur. Mér fannst ég standa mig vel í dag en svo sjáum við bara til með næsta leik eftir þrjá daga,“ sagði Alex. Reyndu að láta þetta hafa sem minnst áhrif á sig Hvernig hafa síðustu dagar verið í þessum erfiðu aðstæðum? „Þeir hafa ekki verið auðveldir. Við höfum reynt að láta þetta hafa sem minnst áhrif á okkur en hvort að þetta séu þessi eitt til tvö prósent sem vantaði upp á sóknarlega í dag. Hver veit. Þetta var erfiður undirbúningur fyrir þennan leik en mér fannst við standa okkur vel sem lið. Við stóðum saman og gáfum okkur alla í þetta,“ sagði Alex.' Klippa: Viðtal við Rúnar Alex
HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira