„Seinni hálfleikur var svo bara slakur. Mikið kjaftshögg að fá á sig mark svona snemma. Það er mjög erfitt að fá mark svona beint í andlitið skömmu eftir að maður er kominn aftur út. Svo tekst okkur ekki að skapa okkur nægilega mikið af færum eftir það.“
„Héldum boltanum ágætlega en við vorum ekki nægilega hættilegir í seinni hálfleikur. Eins og ég sagði, hefði verið allt annar leikur hefðum við nýtt færin okkar í fyrri hálfleik.“
„Þetta er bara gríðarlega erfitt. Við þurfum bara að mæta í næsta leik og reyna sækja þrjú stig, það þýðir lítið annað þó þetta sé erfitt núna. Við verðum bara að klára þessi færi sem við fáum. Því miður þá er fótboltinn bara svona.“
„Það gekk bara mjög vel. Allir leikmennirnir mjög stemmdir í að ná árangir inn á vellinum og það voru allir bara að einbeita sér að því,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvernig leikmönnum gengi að halda einbeitingu í kringum allt sem hefur verið í gangi.
„Reikna ekki með því þó standið sé ágætt en við sjáum bara hvað gerist,“ sagði Jóhann Berg að endingu um eigið form er hann var spurður hvort hann gæti spilað alla þrjá leiki liðsins.