Enski boltinn

Ronaldo fær sjöuna hjá Manchester United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cristiano Ronaldo mun spila í treyju númer sjö hjá Manchester United, líkt og hann gerði forðum.
Cristiano Ronaldo mun spila í treyju númer sjö hjá Manchester United, líkt og hann gerði forðum. Pedro Fiúza/NurPhoto via Getty Images

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fær að leika í treyju númer sjö hjá Manchester United líkt og hann gerði þegar hann lék með liðinu fyrir tólf árum. Edinson Cavani gefur sjöuna eftir og mun leika í treyju númer 21.

Manchester United þurfti sérstaka undanþágu frá ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið hafði staðfest lista yfir treyjunúmer fyrr í sumar. Ekki má breyta þeim lista nema með því að fá undanþágu hjá ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er í fyrsta skipti sem enska úrvalsdeildin veitir undanþágu í slíku máli, en Ronaldo bar sjöuna frægu þegar hann lék með liðinu frá 2003-2009.

Eins og áður segir mun Edinson Cavani skipta yfir í tryju númer 21, en hún losnaði eftir félagsskipti Daniel James til Leeds.


Tengdar fréttir

United sækir um undanþágu fyrir Ronaldo

Enska fótboltafélagið Manchester United hefur sótt um undanþágu til ensku úrvalsdeildarinnar svo stjarnan Cristiano Ronaldo, sem gekk í raðir félagsins í gær, geti borið sína frægu sjöu á bakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×