Það dugar ekkert minna fyrir endurkomu ABBA en að byggja nýjan sérhannaðan leikvang fyrir sýndarveruleika tónleika þeirra.abba
Superbandið ABBA tilkynnti útkomu nýrrar plötu í dag eftir fjörtíu ára hlé og tónleika í leikvangi sem byggður verður sérstaklega fyrir ABBA í Lundúnum. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í dag.
ABBA tilkynnti í síðustu viku að frétta væri að vænta af hljómsveitinni klukkan fimm í dag að íslenskum tíma og setti upp sérstaka vefsíðu, ABBA Voyage, um viðburðinn. Klukkan korter í fimm var byrjað að telja niður í viðburðinn um allan heim, meðal annars frá Sky Lagoon í Kópavogi.
I Still Have Faith in You var fyrsta lagið af fjórum nýjum sem ABBA frumflutti í dag eftir fjörtíu ára hlé.abba
Og svo var stundin sem milljónir aðdáenda höfðu beðið eftir runnin upp. Nýtt ABBA lag, I Still Have Faith in You var frumflutt, fyrsta nýja ABBA lagið í fjörtíu ár.
Svona lítur Agnetha út þegar hún kemur fram á sýndarveruleika tónleikunum.abba
Saga ABBA var samofin fjölskyldulífi fjórmenninganna og hljómsveitin hætti skömmu eftir skilnað paranna tveggja. Í dag gaf hljómsveitin út fjögur ný lög og þeir Björn og Benny greindu frá því að stór plata væri væntanleg hinn 5. nóvember.
Hin einu og sönnu ABBA.abba
En það er ekki allt því síðan kemur tónleikaröð á nýjum leikvangi í Lundúnum sem er sérstaklega hannaður og byggður utan um sýndarveruleika tónleika með fjórmenningunum.
Aðdáendur sænsku ofurhljómsveitarinnar ABBA bíða með öndina í hálsinum eftir að klukkan slái korter í fimm í dag þegar búist er við að sveitin kynni fimm ný lög. Það yrðu fyrstu lög ABBA í þrjátíu og níu ár.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.