Innlent

„Ég styð þolend­ur, alltaf allsstaðar“

Eiður Þór Árnason skrifar
Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón

Klara Bjartmarz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, segir að síðustu dagar hafi verið henni erfiðir. Enginn eigi að efast að hún standi ávallt við bakið á þolendum ofbeldis.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Klara birtir á Facebook-síðu sinni en hún er komin í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá knattspyrnusambandinu.

Mikið hefur gengið á innan KSÍ síðustu daga og hefur formaður og stjórn stigið til hliðar í kjölfar harðrar gagnrýni á meðferð kynferðisafbrotamála innan sambandsins.

Í yfirlýsingu sinni segir Klara augljóst að ýmislegt hafi betur mátt fara í þessum málum en allir sem hana þekki viti fyrir hvað hún standi.

Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtök félaga í efstu deildum, og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns, hafa farið fram á að Klara hætti störfum líkt og Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.

Sjálf hefur Klara gefið út að hún hyggist sinna starfinu áfram og fráfarandi stjórn sagt að hún muni ekki víkja henni frá störfum. Það sé í höndum nýrrar stjórnar og formanns að leggja mat á stöðu hennar.

Yf­ir­lýs­ing Klöru í heild sinni

Kæru vin­ir.

Eins og sjá má í frétt­um þá er ég kom­in í leyfi. 

Síðustu dag­ar hafa verið erfiðir. 

All­ir sem þekkja mig vita fyr­ir hvað ég stend. 

Ekki spurn­ing að í öllu þessu mátti ým­is­legt bet­ur fara.

Ég styð þolend­ur, alltaf allsstaðar. 

Um það skal eng­inn ef­ast.

Takk fyr­ir all­ar kveðjurn­ar og stuðning­inn. 

Ég met það mik­ils. 

Sjá­umst fljót­lega.


Tengdar fréttir

Klara Bjartmarz farin í leyfi

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar.

„Klara þarf að fara“

„Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×