Torres, Falcao, Konchesky og Djemba-Djemba meðal verstu kaupa í sögu úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2021 17:00 Fernando Torres náði sér aldrei á strik hjá Chelsea. Mynd/AP Það styttist í að félagaskiptaglugginn á Englandi, og víðar um Evrópu, loki. Eftir það þurfa knattspyrnulið álfunnar að sætta sig við þá leikmenn sem eru á launaskrá þeirra. Four Four Two tók saman tíu verstu félagaskipti á gluggadegi frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira