Innlent

Brotist inn í níu geymslur og verðmætum stolið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Brotist var inn í níu geymslur í fjölbýlishúsi í póstnúmerinu 110 í nótt. Voru hurðir spenntar upp og verðmætum stolið, meðal annars dýru rafmagnsfjallahjóli. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Um klukkan 1 í nótt voru höfð afskipti af manni fyrir utan verslun í Kópavogi. Sá var mjög ölvaður og hafði stungið einhverju inn á sig og gengið út en þegar starfsmaður hugðist ræða við manninn brást hann illa við og reyndi að stinga af á rafhlaupahjóli.

Maðurinn lét varninginn hins vegar af hendi þegar lögregla mætti á vettvang.

Lögregla hafði einnig afskipti af konu sem ók niður umferðarskilti og er grunuð um ölvun við akstur. Þá voru þrír aðrir stöðvaðir við akstur undir áhrifum.

Tveir voru stöðvaðir í kjölfar hraðamælinga í Háaleitis- og Bústaðahverfi en þeir reyndust á 124 km/klst og 123 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×