Slökkviliðsmanni sem sagt var upp fyrir einelti dæmdar bætur Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2021 17:33 Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Jóhann Sveitarfélagið Fjarðabyggð var í byrjun júlí dæmt til að greiða fyrrverandi slökkviliðsmanni fjórar og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Manninum var sagt upp eftir ítrekaðar kvartanir samstarfskvenna hans um einelti. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað. Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað.
Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira