Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. ágúst 2021 21:06 Frá vettvangi við Dalsel um hádegisbil. Guðmundur Hjalti Stefánsson Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. Tilkynning um vopnaðan mann í íbúðarhúsi á Egilsstöðum barst lögreglu á Austurlandi um tíuleytið í gærkvöldi. Lögregla hefur varist allra frétta en hefur lýst atburðarásinni þannig að maðurinn hafi haft uppi hótanir um að beita vopninu. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi við Dalsel í útjaðri Egilsstaða og þaðan heyrst skothvellir. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús og greinilega má sjá för eftir byssukúlurnar á öðru þeirra. Ætlaði að ræða við barnsföður kærustu sinnar Samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði í gærkvöldi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, auk liðs frá embætti héraðssaksóknara, var send austur strax í gærkvöldi til að rannsaka málið. „Ég þorði ekki heim til mín“ Íbúar á Egilsstöðum eru mjög slegnir eftir atburðina og sóttu sér margir hverjir áfallahjálp eftir atburði gærkvöldsins. Áfallamiðstöð var opnuð síðdegis á Egilsstöðum í dag þar sem fólki var boðið að leita hjálpar. Brynja Rut Borgarsdóttir, íbúi í Dalseli.Vísir „Ég er hérna bara fjórum kílómetrum í burtu úti í hesthúsi og ég heyri skothvellina. En við kipptum okkur ekkert sérstaklega upp við það þá en fæ svo sms frá 112 um að halda mig innandyra þar sem það væri maður með byssu í íbúðahverfi og það væri í rauninni ekkert meira sagt þannig að ég bara þorði ekki heim til mín,“ segir Brynja Rut Borgarsdóttir, íbúi í Dalseli. „En bíð bara í bílnum úti í hesthúsi og bíð bara eftir að það komi á fréttamiðlana en næ síðan ekki á manninn minn heima sem er með tveggja ára gamlan son okkar og jújú, ég hélt hann væri sofandi var ekkert að hringja sendi bara skilaboð. Síðan þegar það kemur fram að þetta sé í Dalseli þá var mér ekkert alveg sama þannig að ég fór að hringja eins og brjálæðingur í hann en fékk engin svör þannig að ég bara beið þangað til ég gat farið heim eða mér fannst ég geta farið af stað heim,“ segir Brynja. Eitthvað sem fólk á ekki von á Sveitarstjóri Múlaþings segist hafa hrokkið við þegar hann heyrði af atvikinu. Hann hvetur fólk til að nýta sér þá hjálp sem því stendur til boða. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.Vísir „Ég held að mér hafi bara orðið við eins og öllum öðrum íbúum, að maður bara hrökk við. Þetta er eitthvað sem að við bara eigum ekki von á hér í okkar samfélagi, alveg sama hvar við erum á landinu,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. „Þannig að fólk hefur verið slegið og það á við um mig og alla aðra en það sem við leggjum áherslu á og erum þess vegna að boða fólk í áfallamiðstöð. Að koma ef það finnur fyrir einhverju, vera ekki að bíða með það heima. Nýtið ykkur þetta, komið á staðinn og talið við okkar fólk.“ Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn. 27. ágúst 2021 17:49 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tilkynning um vopnaðan mann í íbúðarhúsi á Egilsstöðum barst lögreglu á Austurlandi um tíuleytið í gærkvöldi. Lögregla hefur varist allra frétta en hefur lýst atburðarásinni þannig að maðurinn hafi haft uppi hótanir um að beita vopninu. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi við Dalsel í útjaðri Egilsstaða og þaðan heyrst skothvellir. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús og greinilega má sjá för eftir byssukúlurnar á öðru þeirra. Ætlaði að ræða við barnsföður kærustu sinnar Samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði í gærkvöldi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, auk liðs frá embætti héraðssaksóknara, var send austur strax í gærkvöldi til að rannsaka málið. „Ég þorði ekki heim til mín“ Íbúar á Egilsstöðum eru mjög slegnir eftir atburðina og sóttu sér margir hverjir áfallahjálp eftir atburði gærkvöldsins. Áfallamiðstöð var opnuð síðdegis á Egilsstöðum í dag þar sem fólki var boðið að leita hjálpar. Brynja Rut Borgarsdóttir, íbúi í Dalseli.Vísir „Ég er hérna bara fjórum kílómetrum í burtu úti í hesthúsi og ég heyri skothvellina. En við kipptum okkur ekkert sérstaklega upp við það þá en fæ svo sms frá 112 um að halda mig innandyra þar sem það væri maður með byssu í íbúðahverfi og það væri í rauninni ekkert meira sagt þannig að ég bara þorði ekki heim til mín,“ segir Brynja Rut Borgarsdóttir, íbúi í Dalseli. „En bíð bara í bílnum úti í hesthúsi og bíð bara eftir að það komi á fréttamiðlana en næ síðan ekki á manninn minn heima sem er með tveggja ára gamlan son okkar og jújú, ég hélt hann væri sofandi var ekkert að hringja sendi bara skilaboð. Síðan þegar það kemur fram að þetta sé í Dalseli þá var mér ekkert alveg sama þannig að ég fór að hringja eins og brjálæðingur í hann en fékk engin svör þannig að ég bara beið þangað til ég gat farið heim eða mér fannst ég geta farið af stað heim,“ segir Brynja. Eitthvað sem fólk á ekki von á Sveitarstjóri Múlaþings segist hafa hrokkið við þegar hann heyrði af atvikinu. Hann hvetur fólk til að nýta sér þá hjálp sem því stendur til boða. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.Vísir „Ég held að mér hafi bara orðið við eins og öllum öðrum íbúum, að maður bara hrökk við. Þetta er eitthvað sem að við bara eigum ekki von á hér í okkar samfélagi, alveg sama hvar við erum á landinu,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. „Þannig að fólk hefur verið slegið og það á við um mig og alla aðra en það sem við leggjum áherslu á og erum þess vegna að boða fólk í áfallamiðstöð. Að koma ef það finnur fyrir einhverju, vera ekki að bíða með það heima. Nýtið ykkur þetta, komið á staðinn og talið við okkar fólk.“
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn. 27. ágúst 2021 17:49 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn. 27. ágúst 2021 17:49
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51