Innlent

Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglumenn frá héraðssaksóknara hafa verið við rannsókn á vettvangi í dag.
Lögreglumenn frá héraðssaksóknara hafa verið við rannsókn á vettvangi í dag. Vísir/Egill

Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir líðan mannsins í samtali við Vísi í dag. Hún segist engar upplýsingar geta veitt um rannsókn málsins að svo stöddu.

Karlmaðurinn mætti vopnaður haglabyssu í hús við götuna Dalsel á Egilsstöðum í gærkvöldi. Lögreglunni á Austfjörðum barst tilkynning um vopnaða manninn um klukkan tíu í gærkvöldi.

Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út, skotið að lögreglu - sem þá hafi skotið hann.

Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður.

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri í Múlaþingi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.


Tengdar fréttir

Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi

Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt.

Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar

Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×