Gefur öllum aukna von Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 17:15 Ronaldo og Neville léku saman hjá United á sínum tíma. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru. Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira
Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira