Ronaldo hefur fengið samningstilboð frá Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 14:55 Cristiano Ronaldo á Evrópumótinu í sumar. Robert Michael/Getty Images Hlutirnir gerast hratt á gervihnattaröld. Í gær var staðfest að Cristiano Ronaldo vildi yfirgefa ítalska félagið Juventus. Í kjölfarið bárust fregnir að hann væri á leið til Manchester City en nú stefnir allt í að Portúgalinn sé á leiðinni „heim“ á Old Trafford. Það stefnir í að hinn 36 ára gamli Cristiano Ronaldo sé á leiðinni til Manchester United á nýjan leik. Eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Juventus virtist sem Ronaldo væri á leið í ljósbláa hluta Manchester-borgar en nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Ronaldo hjá Man Utd, ku hafa hringt í kappann í morgunsárið og sannfærði Skotinn Ronaldo um að nú væri rétti tíminn til að klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik. United have submitted a contract offer to Cristiano Ronaldo after he spoke to Sir Alex Ferguson this morning. #mufc— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 27, 2021 Cristiano Ronaldo told to Jorge Mendes he s open to join Manchester United for incredible comeback. Contract to be sent in the next hours - Man Utd discussing with Cristiano and Mendes deal until June 2023. #MUFCManchester City have never sent an official proposal.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, gaf Ronaldo undir fótinn á blaðamannafundi sínum í dag er hann var spurður út í mögulega endurkomu Portúgalans. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi. Bruno [Fernandes] hefur líka rætt við hann og hann veit hvað okkur finnst um hann. Ef hann fer einhvern tímann frá Juventus veit hann að við erum hér,“ sagði Solskjær. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mínútum og virðist aðeins tímaspursmál hvenær Ronaldo verður tilkynntur sem leikmaður Manchester United. Stærsta spurningin er hvort Edinson Cavani verði tilbúinn að láta treyju númer 7 af hendi þegar Ronaldo mætir. Nú rétt í þessu var staðfest að Ronaldo hafi fengið samningstilboð upp á 25 milljónir evra frá Manchester United. Um er að ræða tveggja ára samning. Samþykki Ronaldo kaup og kjör þar Man Utd að borga Juventus svipaða upphæð og þá ætti allt að vera klappað og klárt. BREAKING: Juventus have received an offer worth 25m from #MUFC for Cristiano Ronaldo, according to Sky in Italy.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Það stefnir í að hinn 36 ára gamli Cristiano Ronaldo sé á leiðinni til Manchester United á nýjan leik. Eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Juventus virtist sem Ronaldo væri á leið í ljósbláa hluta Manchester-borgar en nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Ronaldo hjá Man Utd, ku hafa hringt í kappann í morgunsárið og sannfærði Skotinn Ronaldo um að nú væri rétti tíminn til að klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik. United have submitted a contract offer to Cristiano Ronaldo after he spoke to Sir Alex Ferguson this morning. #mufc— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 27, 2021 Cristiano Ronaldo told to Jorge Mendes he s open to join Manchester United for incredible comeback. Contract to be sent in the next hours - Man Utd discussing with Cristiano and Mendes deal until June 2023. #MUFCManchester City have never sent an official proposal.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, gaf Ronaldo undir fótinn á blaðamannafundi sínum í dag er hann var spurður út í mögulega endurkomu Portúgalans. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi. Bruno [Fernandes] hefur líka rætt við hann og hann veit hvað okkur finnst um hann. Ef hann fer einhvern tímann frá Juventus veit hann að við erum hér,“ sagði Solskjær. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mínútum og virðist aðeins tímaspursmál hvenær Ronaldo verður tilkynntur sem leikmaður Manchester United. Stærsta spurningin er hvort Edinson Cavani verði tilbúinn að láta treyju númer 7 af hendi þegar Ronaldo mætir. Nú rétt í þessu var staðfest að Ronaldo hafi fengið samningstilboð upp á 25 milljónir evra frá Manchester United. Um er að ræða tveggja ára samning. Samþykki Ronaldo kaup og kjör þar Man Utd að borga Juventus svipaða upphæð og þá ætti allt að vera klappað og klárt. BREAKING: Juventus have received an offer worth 25m from #MUFC for Cristiano Ronaldo, according to Sky in Italy.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira