Erlent

Danir af­létta öllum tak­mörkunum 10. septem­ber

Atli Ísleifsson skrifar
Danski heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke segir að þá ákvörðun að ekki skuli skilgreina Covid-19 sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi megi rekja til að hlutfall bólusettra í landinu sé svo hátt og að Danir hafi náð tökum á faraldrinum.
Danski heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke segir að þá ákvörðun að ekki skuli skilgreina Covid-19 sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi megi rekja til að hlutfall bólusettra í landinu sé svo hátt og að Danir hafi náð tökum á faraldrinum. EPA

Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi.

Frá þessu greinir í tilkynningu frá danska heilbrigðisráðuneytinu. Dagsetningin, 10. september, mun því marka endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í landinu.

Samkomutakmörkunum var fyrst komið á í Danmörku 11. mars 2020.

Í tilkynningu ráðuneytisins er haft eftir heilbrigðisráðherranum Magnus Heunicke að þá ákvörðun að ekki skuli skilgreina Covid-19 sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi megi rekja til að hlutfall bólusettra í landinu sé svo hátt og að Danir hafi náð tökum á faraldrinum.

Heunicke leggur þó áherslu á að faraldrinum sé ekki lokið. Sömuleiðis muni ríkisstjórnin ekki hika við að koma takmörkunum á á ný, fari faraldurinn aftur rað ógna dönsku samfélagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×