Enski boltinn

Enski hópurinn: Alexander-Arn­old snýr aftur en ekkert pláss fyrir Greenwood

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Trent er í enska landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag.
Trent er í enska landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag. Michael Regan/Getty Images

Gareth Southgate hefur tilkynnt enska landsliðshópinn sem mætir Ungverjalandi, Andorra og Póllandi í undankeppni EM í upphafi næsta mánaðar. Athygli vekur að það eru fjórir hægri bakverði í hópnum en aðeins einn vinstri bakvörður.

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er í hópnum á nýjan leik og þá er Patrick Bamford, framherji Leeds United, valinn í fyrsta sinn. 

Ekki virðist pláss fyrir Mason Greenwood, framherja Manchester United, sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti.

Enski hópurinn

Markverðir: Sam Jonstone, Jordan Pickford og Nick Pope.

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kieran Trippier og Kyle Walker.

Miðjmenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Jesse Lingard, Mason Mount, Kalvin Phillips og Declan Rice.

Framherjar: Patrick Bamford, Dominic Calvert-Lewin, Jack Grealish, Harry Kane, Bukayo Saka, Jadon Sancho og Raheem Sterling.

England er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum í I-riðli undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×