Erlent

Útgöngubann í aðdraganda heimsóknar Kamölu Harris

Heimir Már Pétursson skrifar
Kórónafaraldurinn hefur verið í vexti í höfuðborginni.
Kórónafaraldurinn hefur verið í vexti í höfuðborginni. epa/Luong Thai Linh

Yfirvöld í Víetnam hafa sett á útgöngubann í ákveðnum hverfum í Ho Chi Minh, höfuðborg landsins, frá og með deginum í dag, degi áður en Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna kemur þangað í tveggja daga opinbera heimsókn.

Kórónuveirufaraldurin hefur verið í vexti í Víetnam frá því í apríl. 

Ástandið er einna verst í höfuðborginni og nágrannaborginni Binh Duong.

Íbúar tiltekinna hverfa mega ekki yfirgefa heimili sín og munu lögregla og hermenn vakta þau hverfi. Yfirvöld munu hins vegar sjá um að koma vistum til heimila þar sem útgöngubann er í gildi að minnsta kosti næstu tvær vikurnar. 

AP fréttastofan segir yfirvöld vona að með útgöngubanni takist að fletja kúrfuna í fjölgun smitaðra í borginni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×