Enski boltinn

Manchester United jafnaði úti­vallar­met Arsenal um helgina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær þakkar stuðninfsfólki Manchester United að leik loknum.
Ole Gunnar Solskjær þakkar stuðninfsfólki Manchester United að leik loknum. Matthew Peters/Getty Images

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Southampton á St. Mary´s-vellinum um helgina er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með því jafnaði liðið met Arsenal yfir flesta leiki í röð á útivelli án þess að bíða ósigurs.

Almennt séð væri 1-1 jafntefli Southampton og Manchester United ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að gestirnir voru þarna að leika sinn 27 útileik í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að bíða ósigurs. Af þessum 27 leikjum hafa 17 unnist og 10 endað með jafntefli.

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var ekki sáttur með jafnteflið enda ætlar liðið sér að berjast um titla í vetur á meðan Southampton verður að öllum líkindum að berjast fyrir lífi sínu á botni deildarinnar.

Jafntefli helgarinnar þýðir að Man Utd hefur nú jafnað árangur Arsenal frá 2003 til 2004 þar sem liðið lék einnig 27 útileiki án þess að tapa. Síðasta tap Manchester United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni var þann 19. janúar 2020 gegn Liverpool á Anfield.

Liðið tapaði alls sex leikjum í deildinni á síðustu leiktíð en allir komu þeir á heimavelli. Nái Solskjær að snúa genginu á heimavelli við er aldrei að vita hvort liðið geti barist um titla við nágranna sína í City, Chelsea og Liverpool.


Tengdar fréttir

Greenwood bjargaði stigi fyrir United

Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United.

Solskjær um mark Southampton: „100% brot“

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, og Mason Greenwood markaskorari liðsins í 1-1 jafntefli við Southampton vildu báðir fá aukaspyrnu í aðdraganga marks Southampton í leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.