Formaður knattspyrnudeildar Fram segir að ný aðstaða félagsins verði sú glæsilegasta á Íslandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2021 19:01 Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að ný aðstaða félagsins verði sú glæsilegasta á Íslandi. Mynd/Skjáskot Fram tryggði sér á dögunum sæti í Pepsi Max deild karla í fyrsta skipti síðan 2014. Liðið lék heimaleiki sína í sumar á gervigrasinu í Safamýri, en á næstu leiktíð mun liðið færa sig í Úlfarsárdal, þar sem að nýja svæðið þeirra hefur verið í byggingu í mörg ár. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaðu knattspyrnudeildar Fram, gerir ráð fyrir að liðið geti spilað alla heimaleiki sína á næsta tímabili á nýja svæðinu, en þar verður meðal annars gervigras í hæsta gæðaflokki og stúka fyrir 1600 manns. „Það er allavega stefnan, að byrja hérna í maí á næsta ári. Sennilega byrjar mótið í apríl ef breytingar á keppnisfyrirkomulagi verða samþykktar. En við ætlum klárlega að spila hérna næsta sumar,“ sagði Ásgrímur í samtali við Stöð 2. „Við stöndum hérna inni í miðjuhringnum, fyrir framan þessa glæsilegu stúku sem verður. Hérna verður allt til alls, þetta verður glæsilegasta aðstaða félags á Íslandi í dag þori ég að fullyrða.“ Nýja aðstaðan mun bjóða upp á allt það helsta sem að stórt félag á Íslandi getur boðið upp á. „Hérna verða þrír gervigrasvellir, þrír grasæfingavellir, hálft hús og svo sú aðstaða sem verður innandyra með tvöföldum sal og allskonar litlum sölum og aðstöðu,“ segir Ásgrímur. Fram ætlar sér stóra hluti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, og Ásgrímur segir fjárhagsstöðu félagsins vera góða. „Fjárhagsstaðan er góð. Við höfum verið að reka knattspyrnudeildina mjög vel og við erum hvergi bangin við að glíma við það sem framundan er í Pepsi Max,“ sagði Ásgrímur að lokum. Viðtalið við Ásgrím má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fram uppbygging Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Ásgrímur Helgi Einarsson, formaðu knattspyrnudeildar Fram, gerir ráð fyrir að liðið geti spilað alla heimaleiki sína á næsta tímabili á nýja svæðinu, en þar verður meðal annars gervigras í hæsta gæðaflokki og stúka fyrir 1600 manns. „Það er allavega stefnan, að byrja hérna í maí á næsta ári. Sennilega byrjar mótið í apríl ef breytingar á keppnisfyrirkomulagi verða samþykktar. En við ætlum klárlega að spila hérna næsta sumar,“ sagði Ásgrímur í samtali við Stöð 2. „Við stöndum hérna inni í miðjuhringnum, fyrir framan þessa glæsilegu stúku sem verður. Hérna verður allt til alls, þetta verður glæsilegasta aðstaða félags á Íslandi í dag þori ég að fullyrða.“ Nýja aðstaðan mun bjóða upp á allt það helsta sem að stórt félag á Íslandi getur boðið upp á. „Hérna verða þrír gervigrasvellir, þrír grasæfingavellir, hálft hús og svo sú aðstaða sem verður innandyra með tvöföldum sal og allskonar litlum sölum og aðstöðu,“ segir Ásgrímur. Fram ætlar sér stóra hluti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, og Ásgrímur segir fjárhagsstöðu félagsins vera góða. „Fjárhagsstaðan er góð. Við höfum verið að reka knattspyrnudeildina mjög vel og við erum hvergi bangin við að glíma við það sem framundan er í Pepsi Max,“ sagði Ásgrímur að lokum. Viðtalið við Ásgrím má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fram uppbygging Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira