Formaður knattspyrnudeildar Fram segir að ný aðstaða félagsins verði sú glæsilegasta á Íslandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2021 19:01 Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir að ný aðstaða félagsins verði sú glæsilegasta á Íslandi. Mynd/Skjáskot Fram tryggði sér á dögunum sæti í Pepsi Max deild karla í fyrsta skipti síðan 2014. Liðið lék heimaleiki sína í sumar á gervigrasinu í Safamýri, en á næstu leiktíð mun liðið færa sig í Úlfarsárdal, þar sem að nýja svæðið þeirra hefur verið í byggingu í mörg ár. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaðu knattspyrnudeildar Fram, gerir ráð fyrir að liðið geti spilað alla heimaleiki sína á næsta tímabili á nýja svæðinu, en þar verður meðal annars gervigras í hæsta gæðaflokki og stúka fyrir 1600 manns. „Það er allavega stefnan, að byrja hérna í maí á næsta ári. Sennilega byrjar mótið í apríl ef breytingar á keppnisfyrirkomulagi verða samþykktar. En við ætlum klárlega að spila hérna næsta sumar,“ sagði Ásgrímur í samtali við Stöð 2. „Við stöndum hérna inni í miðjuhringnum, fyrir framan þessa glæsilegu stúku sem verður. Hérna verður allt til alls, þetta verður glæsilegasta aðstaða félags á Íslandi í dag þori ég að fullyrða.“ Nýja aðstaðan mun bjóða upp á allt það helsta sem að stórt félag á Íslandi getur boðið upp á. „Hérna verða þrír gervigrasvellir, þrír grasæfingavellir, hálft hús og svo sú aðstaða sem verður innandyra með tvöföldum sal og allskonar litlum sölum og aðstöðu,“ segir Ásgrímur. Fram ætlar sér stóra hluti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, og Ásgrímur segir fjárhagsstöðu félagsins vera góða. „Fjárhagsstaðan er góð. Við höfum verið að reka knattspyrnudeildina mjög vel og við erum hvergi bangin við að glíma við það sem framundan er í Pepsi Max,“ sagði Ásgrímur að lokum. Viðtalið við Ásgrím má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fram uppbygging Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Ásgrímur Helgi Einarsson, formaðu knattspyrnudeildar Fram, gerir ráð fyrir að liðið geti spilað alla heimaleiki sína á næsta tímabili á nýja svæðinu, en þar verður meðal annars gervigras í hæsta gæðaflokki og stúka fyrir 1600 manns. „Það er allavega stefnan, að byrja hérna í maí á næsta ári. Sennilega byrjar mótið í apríl ef breytingar á keppnisfyrirkomulagi verða samþykktar. En við ætlum klárlega að spila hérna næsta sumar,“ sagði Ásgrímur í samtali við Stöð 2. „Við stöndum hérna inni í miðjuhringnum, fyrir framan þessa glæsilegu stúku sem verður. Hérna verður allt til alls, þetta verður glæsilegasta aðstaða félags á Íslandi í dag þori ég að fullyrða.“ Nýja aðstaðan mun bjóða upp á allt það helsta sem að stórt félag á Íslandi getur boðið upp á. „Hérna verða þrír gervigrasvellir, þrír grasæfingavellir, hálft hús og svo sú aðstaða sem verður innandyra með tvöföldum sal og allskonar litlum sölum og aðstöðu,“ segir Ásgrímur. Fram ætlar sér stóra hluti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, og Ásgrímur segir fjárhagsstöðu félagsins vera góða. „Fjárhagsstaðan er góð. Við höfum verið að reka knattspyrnudeildina mjög vel og við erum hvergi bangin við að glíma við það sem framundan er í Pepsi Max,“ sagði Ásgrímur að lokum. Viðtalið við Ásgrím má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fram uppbygging Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira