Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 20:30 Farhad Sadat flúði frá Afganistan og kom til Íslands fyrir ári síðan. Hann berst nú fyrir því að fá foreldra sína og systur til Íslands en þau eru stödd í Kabúl. Vísir Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. Farhad Sadat hefur verið búsettur hér á landi í eitt ár en eiginkona hans og börn komu til hans í byrjun mánaðar, rétt áður en Talibanar tóku völd í Afganistan. Áhyggjur Farhads eru þó ekki úti, en aldraðir foreldrar hans og tvær systur eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau hingað til Íslands. Mursal, systir Farhads, er menntaður kennari og aðeins 25 ára gömul. Hún hefur verið virk í kvenréttindabaráttu í Afganistan.Aðsend „Ég berst núna fyrir því að fá þær hingað vegna þess að ég er eini bróðir þeirra,“ segir Farhad í samtali við fréttastofu. „Líf þeirra er í mikilli hættu, þau eru elt og þau geta ekki farið neitt frá Kabúl.“ Yngsta systir hans, Freshta, hefur verið virk í baráttu fyrir réttindum kvenna en hún starfaði einnig fyrir Bandaríkjaher sem vefhönnuður. Mursal systir þeirra hefur starfað við að efla réttindi kvenna með ýmsum kvenréttindasamtökum. Þá starfaði faðir þeirra lengi fyrir þýsk og dönsk alþjóðasamtök. Farhad hvetur íslensk stjórnvöld til að grípa strax til aðgerða. Freshta er 24 ára gamall tölvunarfræðingur. Hún vakti mikla athygli í Afganistan árið 2019 þegar hún vann til verðlauna sem efnilegasta konan í tækni. Hún starfaði þá fyrir bandaríska herinn í Afganistan og er virk í kvenréttindabaráttu.Aðsend „Ég vil að íslensk stjórnvöld taki á móti þessu fólki frá Afganistan og nái því út,“ segir Farhad. „Þau ættu að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er.“ Hann muni enn eftir ógnarstjórn Talibana og vilji ekki sjá fjölskyldu sína ganga í gegn um slíkt aftur. „Ég var tekin af Talibönum, þeir níddust á mér og þeir börðu mig. Þá var ég bara lítið barn. Og móðir mín, hún var hýdd. Hún var klædd í sokka svo það sást aðeins í fæturna hennar. Talibanar börðu hana með kapli,“ segir Farhad. Foreldrar systkinanna: Sayed Akbar, 79 ára, og Paighla Najeba, 66 ára. Sayed starfaði í fjórtán ár fyrir þýsk og dönsk alþjóðasamtök.Aðsend Mikið öngþveiti ríkir enn við alþjóðaflugvöllinn og víðar í Kabúl þar sem Afganar reyna að smygla sér inn fyrir girðingarnar þrátt fyrir gæslu Talibana. Ríkisstjórn Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögur flóttamannanefndar um móttöku afgansks flóttafólks. Lokað hefur verið fyrir ummæli við þessa frétt. Lesendur eru minntir á að halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu. Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Uppreisnarhersveitir sagðir hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Farhad Sadat hefur verið búsettur hér á landi í eitt ár en eiginkona hans og börn komu til hans í byrjun mánaðar, rétt áður en Talibanar tóku völd í Afganistan. Áhyggjur Farhads eru þó ekki úti, en aldraðir foreldrar hans og tvær systur eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau hingað til Íslands. Mursal, systir Farhads, er menntaður kennari og aðeins 25 ára gömul. Hún hefur verið virk í kvenréttindabaráttu í Afganistan.Aðsend „Ég berst núna fyrir því að fá þær hingað vegna þess að ég er eini bróðir þeirra,“ segir Farhad í samtali við fréttastofu. „Líf þeirra er í mikilli hættu, þau eru elt og þau geta ekki farið neitt frá Kabúl.“ Yngsta systir hans, Freshta, hefur verið virk í baráttu fyrir réttindum kvenna en hún starfaði einnig fyrir Bandaríkjaher sem vefhönnuður. Mursal systir þeirra hefur starfað við að efla réttindi kvenna með ýmsum kvenréttindasamtökum. Þá starfaði faðir þeirra lengi fyrir þýsk og dönsk alþjóðasamtök. Farhad hvetur íslensk stjórnvöld til að grípa strax til aðgerða. Freshta er 24 ára gamall tölvunarfræðingur. Hún vakti mikla athygli í Afganistan árið 2019 þegar hún vann til verðlauna sem efnilegasta konan í tækni. Hún starfaði þá fyrir bandaríska herinn í Afganistan og er virk í kvenréttindabaráttu.Aðsend „Ég vil að íslensk stjórnvöld taki á móti þessu fólki frá Afganistan og nái því út,“ segir Farhad. „Þau ættu að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er.“ Hann muni enn eftir ógnarstjórn Talibana og vilji ekki sjá fjölskyldu sína ganga í gegn um slíkt aftur. „Ég var tekin af Talibönum, þeir níddust á mér og þeir börðu mig. Þá var ég bara lítið barn. Og móðir mín, hún var hýdd. Hún var klædd í sokka svo það sást aðeins í fæturna hennar. Talibanar börðu hana með kapli,“ segir Farhad. Foreldrar systkinanna: Sayed Akbar, 79 ára, og Paighla Najeba, 66 ára. Sayed starfaði í fjórtán ár fyrir þýsk og dönsk alþjóðasamtök.Aðsend Mikið öngþveiti ríkir enn við alþjóðaflugvöllinn og víðar í Kabúl þar sem Afganar reyna að smygla sér inn fyrir girðingarnar þrátt fyrir gæslu Talibana. Ríkisstjórn Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögur flóttamannanefndar um móttöku afgansks flóttafólks. Lokað hefur verið fyrir ummæli við þessa frétt. Lesendur eru minntir á að halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu.
Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Uppreisnarhersveitir sagðir hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31
Uppreisnarhersveitir sagðir hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43
Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40