Efast um þörfina á örvunarskömmtum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 08:58 Fólk bíður í röð eftir bólusetningu á aðallestarstöðinni í New York. Enn hefur hátt í þriðjungur þeirra Bandaríkjamanna sem gæti fengið bóluefni ekki látið bólusetja sig. Vísir/EPA Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. Vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum um að virkni bóluefna gegn vægari veikindum af völdum kórónuveirunnar dvíni með tímanum. Landlæknir Bandaríkjanna rekur það til þess að ónæmissvar sem bóluefnin valda dvíni en einnig til þess hversu skætt delta-afbrigði veirunnar hefur reynst. „Við höfum áhyggjur af því að þessi dvínun sem við sjáum haldi áfram næstu mánuði sem gæti leitt til minni verndar gegn alvarlegum veikindum, sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum,“ sagði Vivek Murthy, landlæknirinn, í gær. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir um það. Jesse Goodman, sérfræðingur í sóttvörnum við Georgetown-háskóla og fyrrverandi yfirvísindamaður Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort að verndin gegn alvarlegri veikindum minnki með tímanum eða ekki. Endalaus eltingaleikur við skottið á sér Þrátt fyrir það hefur nokkur fjöldi ríkja ákveðið að ráðast í endurbólusetningu á eldra fólki, fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi og fólki sem hefur fengið ákveðin bóluefni, þar á meðal Ísland. Í Bandaríkjunum stefnir alríkisstjórnin að endurbólusetningarátaki en sérfræðingar hennar eiga enn eftir að leggja formlega blessun sína yfir þau áform. Reuters-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar setji spurningamerki við þau áform í ljósi þess að hátt í 30% Bandaríkjamanna sem gætu fengið bóluefni gegn veirunni hafi ekki gert það ennþá á sama tíma og smitum og dauðsföllum fari fjölgandi. Þá benda sérfræðingar á nauðsyn þess að bólusetja sem flesta jarðarbúa en meirihluti þeirra hefur enn ekki fengið svo mikið sem einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Isaac Weisfuse, faraldsfræðingur við Cornell-háskóla, varar við því að í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu gætu menn endað á sífelldum eltingaleik við skottið á sér með örvunarskömmtum eftir því sem ný og möguleg hættulegri afbrigði veirunnar komi fram annars staðar. „Í raun og veru ættu menn að bólusetja restina af heiminum til að fyrirbyggja ný afbrigði,“ segir Weisfuse við Reuters. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum um að virkni bóluefna gegn vægari veikindum af völdum kórónuveirunnar dvíni með tímanum. Landlæknir Bandaríkjanna rekur það til þess að ónæmissvar sem bóluefnin valda dvíni en einnig til þess hversu skætt delta-afbrigði veirunnar hefur reynst. „Við höfum áhyggjur af því að þessi dvínun sem við sjáum haldi áfram næstu mánuði sem gæti leitt til minni verndar gegn alvarlegum veikindum, sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum,“ sagði Vivek Murthy, landlæknirinn, í gær. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir um það. Jesse Goodman, sérfræðingur í sóttvörnum við Georgetown-háskóla og fyrrverandi yfirvísindamaður Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort að verndin gegn alvarlegri veikindum minnki með tímanum eða ekki. Endalaus eltingaleikur við skottið á sér Þrátt fyrir það hefur nokkur fjöldi ríkja ákveðið að ráðast í endurbólusetningu á eldra fólki, fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi og fólki sem hefur fengið ákveðin bóluefni, þar á meðal Ísland. Í Bandaríkjunum stefnir alríkisstjórnin að endurbólusetningarátaki en sérfræðingar hennar eiga enn eftir að leggja formlega blessun sína yfir þau áform. Reuters-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar setji spurningamerki við þau áform í ljósi þess að hátt í 30% Bandaríkjamanna sem gætu fengið bóluefni gegn veirunni hafi ekki gert það ennþá á sama tíma og smitum og dauðsföllum fari fjölgandi. Þá benda sérfræðingar á nauðsyn þess að bólusetja sem flesta jarðarbúa en meirihluti þeirra hefur enn ekki fengið svo mikið sem einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Isaac Weisfuse, faraldsfræðingur við Cornell-háskóla, varar við því að í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu gætu menn endað á sífelldum eltingaleik við skottið á sér með örvunarskömmtum eftir því sem ný og möguleg hættulegri afbrigði veirunnar komi fram annars staðar. „Í raun og veru ættu menn að bólusetja restina af heiminum til að fyrirbyggja ný afbrigði,“ segir Weisfuse við Reuters.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53