Erlent

Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída

Heimir Már Pétursson skrifar
Á föstudag greindust 24 þúsund manns með Covid í Flórída.
Á föstudag greindust 24 þúsund manns með Covid í Flórída. epa/Cristobal Herrera

Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði.

Fimmti hver Covid-sjúklingur í Bandaríkjunum í dag er í Flórída, þar sem heilbrigðisyfirvöld eiga erfitt með að kveða niður alls kyns draugasögur um bóluefni gegn veirunni. 

Ástandið er einna verst í Duval-sýslu, þar sem meirihluti íbúanna eru svartir. 

Leiðtogar svartra í ríkinu sögðu AP fréttastofunni að margar sögur andstæðinga bólusetninga væru ótrúlegar, meðal annars að stjórnvöld væru að lauma rakningarbúnaði í líkama fólks með bóluefnunum. 

Mikill meirihluti þeirra sem þurfa að leggjast á sjúkrahús vegna Covid-veikinda í Flórida er óbólusettur. Sjúkrahús hafa þurft að rýma heilu deildirnar til að bæta við legurýmum fyrir smitaða. 

Bólusetningum hefur þó fjölgað um 17 prósent frá því Delta afbrigðið fór á flug í júlí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×