Enski boltinn

Lukaku enduropnaði markareikning sinn á Englandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lukaku fagnar marki sínu í dag.
Lukaku fagnar marki sínu í dag. Michael Regan/Getty Images

Chelsea vann góðan 2-0 sigur gegn Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hefur því unnið báða leiki sína í upphafi tímabils, á meðan að Arsenal er enn í leit að sínum fyrstu stigum.

Chelsea vann góðan 2-0 sigur gegn Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hefur því unnið báða leiki sína í upphafi tímabils, á meðan að Arsenal er enn í leit að sínum fyrstu stigum.

Dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi, Romelu Lukaku, kom Chelsea á blað eftir 15 mínútna leik eftir stoðsendingu frá Reece James.

Sá síðarnefndi var svo sjálfur á ferðinni tuttugu mínútum síðar þegar hann tvöfaldaði forystu þeirra bláklæddu og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Leikmenn Arsenal hefðu þó viljað fá eitthvað fyrir sinn snúð fimm mínútum fyrir hlé þegar að Bukayo Saka virtist vera felldur innan vítateigs. Með hjálp myndbandadómgæslu var þó tekin sú ákvörðun að engin vítaspyrna skyldi dæmd.

Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik, en Chelsea stjórnaði leiknum að mestu og sigldu að lokum heim nokkuð verðskulduðum 2-0 sigri.

Chelsea er því enn með fullt hús stiga eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, en nágrannar þeirra í Arsenal eru enn stigalausir og hafa enn ekki skorað mark á tímabilinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.