Örvunarskammtar ríku þjóðanna eins og að útdeila öðru björgunarvesti á meðan aðrir drukkna án vestis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 22:09 Alþjóðaheilbrigðismálastofnun fordæmir þjóðir sem byrjað hafa á eða stefna á að gefa örvunarskammt. Vísir/Vilhelm Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis. Guardian greinir frá og vísar í orð Dr. Mike Ryan, sviðstjóra neyðartilfella hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem segir að það sé siðferðislega rangt af ríkari þjóðum heimsins þar sem bólusetning gangi vel að útdeila örvunarskömmtum á meðan enn bíði margir í fátækari þjóðum heimsins eftir fyrsta skammtinum. „Við erum að stefna að því að gefa þeim sem eru nú þegar með björgunarvesti, annað björgunarvesti, á sama tíma og við skiljum aðra eftir til að drukkna án þess að fá björgunarvesti,“ er haft eftir Ryan á vef Guardian. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar stofnunarinnar telji að ekki séu næg vísindaleg gögn að baki nytsemi þess að gefa örvunarskammt. Hér á landi hafa örvunarskammtar verið gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen, auk þess sem að á morgun verður fólki fætt 1931 eða fyrr boðið upp á örvunarskammt. Þá hefur einnig verið rætt um að þeir sem flokkist í áhættuhóp vegna Covid-19 fái einnig örvunarskammt, þó að endanleg ákvörðun um það liggi ekki fyrir. Í kvöld var tilkynnt um það að frá og með 20. september stæði öllum Bandaríkjamönnum sem þegið hafa bólusetningu það til boða að fá örvunarskammt, svo lengi sem átta mánuðir eru liðnir frá því að þeir hafi þegið bólusetningu. Samkvæmt tölfræðigögnum Our World in Data hefur um 24 prósent jarðarbúa verið fullbólusett og 7,9 hálfbólusett. Alls hafa um 4,8 milljarðar skammta verið gefnir á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að aðeins 1,3 prósent af íbúum tekjulægri ríkja heims hafi þegið minnst einn skammt af bólusetningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00 Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Guardian greinir frá og vísar í orð Dr. Mike Ryan, sviðstjóra neyðartilfella hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem segir að það sé siðferðislega rangt af ríkari þjóðum heimsins þar sem bólusetning gangi vel að útdeila örvunarskömmtum á meðan enn bíði margir í fátækari þjóðum heimsins eftir fyrsta skammtinum. „Við erum að stefna að því að gefa þeim sem eru nú þegar með björgunarvesti, annað björgunarvesti, á sama tíma og við skiljum aðra eftir til að drukkna án þess að fá björgunarvesti,“ er haft eftir Ryan á vef Guardian. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar stofnunarinnar telji að ekki séu næg vísindaleg gögn að baki nytsemi þess að gefa örvunarskammt. Hér á landi hafa örvunarskammtar verið gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen, auk þess sem að á morgun verður fólki fætt 1931 eða fyrr boðið upp á örvunarskammt. Þá hefur einnig verið rætt um að þeir sem flokkist í áhættuhóp vegna Covid-19 fái einnig örvunarskammt, þó að endanleg ákvörðun um það liggi ekki fyrir. Í kvöld var tilkynnt um það að frá og með 20. september stæði öllum Bandaríkjamönnum sem þegið hafa bólusetningu það til boða að fá örvunarskammt, svo lengi sem átta mánuðir eru liðnir frá því að þeir hafi þegið bólusetningu. Samkvæmt tölfræðigögnum Our World in Data hefur um 24 prósent jarðarbúa verið fullbólusett og 7,9 hálfbólusett. Alls hafa um 4,8 milljarðar skammta verið gefnir á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að aðeins 1,3 prósent af íbúum tekjulægri ríkja heims hafi þegið minnst einn skammt af bólusetningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00 Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47
Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. 17. ágúst 2021 10:00
Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. 13. ágúst 2021 08:43