Mannfall í mótmælum gegn talibönum Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 14:18 Vopnaðir talibanar standa vörð í Kabúl. Leiðtogar þeirra hafa sagt að fyrrverandi stjórnarhermenn og konur hafi ekkert að óttast af þeirra hendi en margir trúa því rétt mátulega. AP/Rahmat Gul Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. Vitni segja Reuters-fréttastofunni að mótmælendur hafi verið drepnir þegar hópur fólks reyndi að draga þjóðfána Afganistans að húni á torgi í Jalalabad. AP-fréttastofan segir aftur á móti að einn sé látinn og sex særðir og hefur það eftir ónefndum heilbrigðisstarfsmanni á svæðinu. Ttugir manna hafi safnast saman á torginu en á morgun er þjóðhátíðardagur Afganistans. Fólkið tók niður fána talibana sem hefur blakað þar frá því að þeir lögðu borgina undir sig. Myndbönd sýni liðsmenn talibana berja fólk með kylfum og skjóta upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Leiðtogar talibana hafa fram að þessu lagt sig í lima við að lofa friði og að þeir ætli að tryggja öryggi í Afganistan. Þeir muni ekki reyna að koma fram hefndum gegn óvinum sínum nú þegar þeir hafa tekið nær öll völd í landinu eftir að Ashraf Ghani forseti flúði land um helgina. Margir Afganar taka þeim loforðum þó með miklum fyrirvara. Í fyrri stjórnartíð sinni frá 1996 til 2001 framfylgdu þeir strangri túlkun á íslömskum lögum. Konum var bannað að vinna og að fara út úr húsi án karlkyns forráðamanns, stúlkur fengu ekki að mennta sig og meintum glæpamönnum var refsað með grimmilegum líkamlegum refsingum svo eitthvað sé nefnt. Í Kabúl hafa borist fregnir af því að vopnaðir menn gangi í hús og spyrji um Afgana sem unnu fyrir Bandaríkjaher eða fallna ríkisstjórn landsins. AP segir ekki ljóst hvort að mennirnir séu talibanar eða glæpamenn sem látast vera á vegum þeirra. Áfram örtröð við flugvöllinn í Kabúl Þúsundir Afgana hafa því reynt að flýja land í örvæntingu undanfarna daga. Vestræn ríki hafa nú flutt um 5.000 erindreka, liðsmenn öryggissveita, hjálparstarfsmenn og Afgani frá Kabúl síðasta sólarhringinn samkvæmt heimildum Reuters. Troðningur við flugvöllinn í Kabúl hélt áfram í dag og er talið að sautján manns hafi slasast í honum. Óbreyttum borgurum sem eru ekki með vegabréf eða ferðaheimild hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum. Liðsmenn talibana, sem nú stjórna höfuðborginni, eru sagðir kanna vegabréf fólks sem bíður eftir því að komast úr landi. Afganistan Tengdar fréttir Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. 18. ágúst 2021 11:57 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Vitni segja Reuters-fréttastofunni að mótmælendur hafi verið drepnir þegar hópur fólks reyndi að draga þjóðfána Afganistans að húni á torgi í Jalalabad. AP-fréttastofan segir aftur á móti að einn sé látinn og sex særðir og hefur það eftir ónefndum heilbrigðisstarfsmanni á svæðinu. Ttugir manna hafi safnast saman á torginu en á morgun er þjóðhátíðardagur Afganistans. Fólkið tók niður fána talibana sem hefur blakað þar frá því að þeir lögðu borgina undir sig. Myndbönd sýni liðsmenn talibana berja fólk með kylfum og skjóta upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Leiðtogar talibana hafa fram að þessu lagt sig í lima við að lofa friði og að þeir ætli að tryggja öryggi í Afganistan. Þeir muni ekki reyna að koma fram hefndum gegn óvinum sínum nú þegar þeir hafa tekið nær öll völd í landinu eftir að Ashraf Ghani forseti flúði land um helgina. Margir Afganar taka þeim loforðum þó með miklum fyrirvara. Í fyrri stjórnartíð sinni frá 1996 til 2001 framfylgdu þeir strangri túlkun á íslömskum lögum. Konum var bannað að vinna og að fara út úr húsi án karlkyns forráðamanns, stúlkur fengu ekki að mennta sig og meintum glæpamönnum var refsað með grimmilegum líkamlegum refsingum svo eitthvað sé nefnt. Í Kabúl hafa borist fregnir af því að vopnaðir menn gangi í hús og spyrji um Afgana sem unnu fyrir Bandaríkjaher eða fallna ríkisstjórn landsins. AP segir ekki ljóst hvort að mennirnir séu talibanar eða glæpamenn sem látast vera á vegum þeirra. Áfram örtröð við flugvöllinn í Kabúl Þúsundir Afgana hafa því reynt að flýja land í örvæntingu undanfarna daga. Vestræn ríki hafa nú flutt um 5.000 erindreka, liðsmenn öryggissveita, hjálparstarfsmenn og Afgani frá Kabúl síðasta sólarhringinn samkvæmt heimildum Reuters. Troðningur við flugvöllinn í Kabúl hélt áfram í dag og er talið að sautján manns hafi slasast í honum. Óbreyttum borgurum sem eru ekki með vegabréf eða ferðaheimild hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum. Liðsmenn talibana, sem nú stjórna höfuðborginni, eru sagðir kanna vegabréf fólks sem bíður eftir því að komast úr landi.
Afganistan Tengdar fréttir Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. 18. ágúst 2021 11:57 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. 18. ágúst 2021 11:57
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40
Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00