Fjórir lykilmenn fjarverandi í toppslag Víkings og Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2021 15:00 Þessir fjórir munu missa af toppslag Pepsi Max deildar karla á sunnudaginn kemur. Vísir/Bára Dröfn Næsta helgi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur alla burði til að verða ein sú áhugaverðasta í langan tíma. Toppslagur deildarinnar fer fram á sunnudag er Íslandsmeistarar Vals mæta í Víkina. Bæði lið verða án tveggja byrjunarliðsmanna í leiknum. Segja má að komandi helgi geti skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem og í baráttunni um Evrópusæti. Breiðablik mætir KA, liðin sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar, á Kópavogsvelli á laugardag. Degi síðar mætast toppliðin tvö Valur og Víkingur. Breiðablik og KA getað þó hoppað upp fyrir Víking í töflunni takist þeim að næla í sigur á laugardag. Einnig eiga bæði lið leik til góða á toppliðin tvö. KA verður án miðvarðarins Dušan Brković í leiknum á Kópavogsvelli þar sem hann fékk rautt spjald gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Dušan Brković verður ekki með KA leiknum á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét Á sunnudeginum vantar töluvert fleiri leikmenn en alls verða fjórir leikmenn í banni. Hjá heimamönnum vantar hægri bakvörðinn Karl Friðleif Gunnarsson sem og miðjumanninn Júlíus Magnússon. Í lið Vals er er miðvörðurinn Rasmus Christiansen í leikbanni sem og miðjumaðurinn Birkir Heimisson. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, fór meiddur af velli í 3-0 sigri Víkinga á Fylki og Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, harkaði af sér til að klára leikinn. Víkingar gætu því verið án allt að fjögurra byrjunarliðsmanna þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn. Aðrir sem verða í leikbanni um helgina eru þeir Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Atli Arnarson (HK), Heiðar Ægisson, Eyjólfur Héðinsson (báðir Stjarnan), Aron Kristófer Lárusson, Sindri Snær Magnússon, Wout Droste (allir ÍA) og Arnþór Ingi Kristinsson (KR). Þar sem upp hefur komið smit í herbúðum KR er ekki enn ljóst hvort leikur ÍA og KR fari fram um helgina eður ei. Stórleikir helgarinnar verða hins vegar í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik Breiðabliks og KA hefst klukkan 15.45 en leikurinn sjálfur klukkan 16.15. Á sunnudagskvöld hefst svo upphitun fyrir toppslaginn í Víkinni klukkan 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.15. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Segja má að komandi helgi geti skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem og í baráttunni um Evrópusæti. Breiðablik mætir KA, liðin sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar, á Kópavogsvelli á laugardag. Degi síðar mætast toppliðin tvö Valur og Víkingur. Breiðablik og KA getað þó hoppað upp fyrir Víking í töflunni takist þeim að næla í sigur á laugardag. Einnig eiga bæði lið leik til góða á toppliðin tvö. KA verður án miðvarðarins Dušan Brković í leiknum á Kópavogsvelli þar sem hann fékk rautt spjald gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Dušan Brković verður ekki með KA leiknum á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét Á sunnudeginum vantar töluvert fleiri leikmenn en alls verða fjórir leikmenn í banni. Hjá heimamönnum vantar hægri bakvörðinn Karl Friðleif Gunnarsson sem og miðjumanninn Júlíus Magnússon. Í lið Vals er er miðvörðurinn Rasmus Christiansen í leikbanni sem og miðjumaðurinn Birkir Heimisson. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, fór meiddur af velli í 3-0 sigri Víkinga á Fylki og Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, harkaði af sér til að klára leikinn. Víkingar gætu því verið án allt að fjögurra byrjunarliðsmanna þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn. Aðrir sem verða í leikbanni um helgina eru þeir Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Atli Arnarson (HK), Heiðar Ægisson, Eyjólfur Héðinsson (báðir Stjarnan), Aron Kristófer Lárusson, Sindri Snær Magnússon, Wout Droste (allir ÍA) og Arnþór Ingi Kristinsson (KR). Þar sem upp hefur komið smit í herbúðum KR er ekki enn ljóst hvort leikur ÍA og KR fari fram um helgina eður ei. Stórleikir helgarinnar verða hins vegar í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik Breiðabliks og KA hefst klukkan 15.45 en leikurinn sjálfur klukkan 16.15. Á sunnudagskvöld hefst svo upphitun fyrir toppslaginn í Víkinni klukkan 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.15. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira