Erlent

Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Gríðarleg rigning hefur verið á Haítí vegna hitabeltisstormsins Grace.
Gríðarleg rigning hefur verið á Haítí vegna hitabeltisstormsins Grace. AP/Joseph Odelyn

Stað­festum dauðs­föllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugar­dag fjölgaði mjög í dag. Opin­berar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað.

Vitað er af tæp­lega tíu þúsund slösuðum til við­bótar. Á­standið er afar slæmt í suð­vestur­hluta landsins sem fór verst út úr skjálftanum en þar eru nú öll sjúkra­hús yfir­full og þúsundir hafa misst heimili sín og fjöl­skyldur.

Björgunar­starf í landinu gekk afar erfið­lega fyrir sig í dag og urðu björgunar­liðar að gera hlé á störfum sínum vegna veður­skil­yrða. Hita­beltis­stormurinn Grace gekk á land í dag með úr­hellis­rigningu. Varað var við allt að 38 sentí­metra úr­komu á sumum svæðum, að því er segir í frétt AP.

Í gær ræddi Stöð 2 við Gísla Rafn Ólafs­son, fyrr­verandi stjórnanda Ís­lensku al­þjóða­sveitarinnar, sem sinnti hjálpar­starfi á Haítí eftir ham­far­askjálftann árið 2010. Þá létust um 200 þúsund manns, en sá skjálfti varð mun nær höfuð­borg landsins Porto-au-Prince:

Skjálftinn á laugardag mældist 7,2 að stærð og fylgdu honum fjölmargir eftirskjálftar. Fleiri en sjö þúsund heimili eyðilögðust í skjálftunum og önnur fimm þúsund eru mikið skemmd.

Hér má sjá myndband af ástandinu vegna Grace hjá íbúum á austurhluta eyjarinnar Hispanjólu, þar sem Haítí er að finna, seint í gær áður en Grace hélt áfram vestur til Haítí:


Tengdar fréttir

Stormur í kjölfar jarðskjálfta

Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×