Erlent

Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Gríðarleg rigning hefur verið á Haítí vegna hitabeltisstormsins Grace.
Gríðarleg rigning hefur verið á Haítí vegna hitabeltisstormsins Grace. AP/Joseph Odelyn

Stað­festum dauðs­föllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugar­dag fjölgaði mjög í dag. Opin­berar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað.

Vitað er af tæp­lega tíu þúsund slösuðum til við­bótar. Á­standið er afar slæmt í suð­vestur­hluta landsins sem fór verst út úr skjálftanum en þar eru nú öll sjúkra­hús yfir­full og þúsundir hafa misst heimili sín og fjöl­skyldur.

Björgunar­starf í landinu gekk afar erfið­lega fyrir sig í dag og urðu björgunar­liðar að gera hlé á störfum sínum vegna veður­skil­yrða. Hita­beltis­stormurinn Grace gekk á land í dag með úr­hellis­rigningu. Varað var við allt að 38 sentí­metra úr­komu á sumum svæðum, að því er segir í frétt AP.

Í gær ræddi Stöð 2 við Gísla Rafn Ólafs­son, fyrr­verandi stjórnanda Ís­lensku al­þjóða­sveitarinnar, sem sinnti hjálpar­starfi á Haítí eftir ham­far­askjálftann árið 2010. Þá létust um 200 þúsund manns, en sá skjálfti varð mun nær höfuð­borg landsins Porto-au-Prince:

Skjálftinn á laugardag mældist 7,2 að stærð og fylgdu honum fjölmargir eftirskjálftar. Fleiri en sjö þúsund heimili eyðilögðust í skjálftunum og önnur fimm þúsund eru mikið skemmd.

Hér má sjá myndband af ástandinu vegna Grace hjá íbúum á austurhluta eyjarinnar Hispanjólu, þar sem Haítí er að finna, seint í gær áður en Grace hélt áfram vestur til Haítí:


Tengdar fréttir

Stormur í kjölfar jarðskjálfta

Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.