Andri Hjörvar: Við viljum vera ofar í töflunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2021 21:12 Andri Hjörvar var virkilega sáttur með þrjú stig í kvöld. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var eðlilega sáttur við stigin þrjú gegn Tindastól í kvöld. Bæði lið þurftu nausynlega á sigri að halda í botnbaráttunni og Andri segist vera mjög sáttur við spilamennsku liðsins. „Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira