Erlent

Grunar að naut hafi orðið tveimur að bana í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Fólkið sem fannst látið tengdist fjölskylduböndum. Myndin tengist málinu ekki beint.
Fólkið sem fannst látið tengdist fjölskylduböndum. Myndin tengist málinu ekki beint. Getty

Lögreglu í Noregi grunar að naut hafi orðið tveimur mönnum að bana í Sykkylven í Mæri og Raumsdal í Noregi. Fólkið fannst látið í beitilandi í gærkvöldi.

Í frétt VG er greint frá því lögregla segi ekki að fullu ljóst hvað hafi dregið fólkið til dauða.

Toni Gjerde, talsmaður yfirvalda í Sykkylven, staðfestir að tvö naut hafi verið á beitilandinu þar sem fólkið fannst. Sömuleiðis staðfestir hann að lögreglu gruni að nautin hafi komið við sögu þegar kemur að dauða fólksins.

Fólkið sem fannst látið tengdist fjölskylduböndum, en enn hefur ekki verið greint frá aldur og kyni hinna látnu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.