Erlent

Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi sprengingarinnar.
Frá vettvangi sprengingarinnar. Stringer/Getty

Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons.

Samkvæmt heimildum Reuters varð sprengingin þegar herlið í Akkar var að dreifa eldsneyti úr eldsneytistanki sem það hafði gert upptækan til íbúa. Mikill eldsneytisskortur ríkir í Líbanon um þessar mundir.

Ríkismiðill Líbanons hefur sagt að sprengingin hafi orðið vegna átaka íbúa Akkar sem eiga að hafa barist um eldsneyti úr tankinum.

Sprengingin varð kveikja að mótmælum í Líbanon en íbúar eru langþreyttir á ástandinu í landinu. „Kveikt var í Akkar af fulltrúum þess á þingi,“ var krotað á vegg heimilis forsætisráðherra landsins.

Einungis rúmt ár er síðan gríðarleg sprenging varð í Beirút, höfuðborg Líbanons. „Fjöldamorðið í Akkar er ekkert öðruvísi en fjöldamorðið við höfnina,“ segir Saad al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins á Twitter og kallar eftir því að yfirvöld í landinu segi af sér.


Tengdar fréttir

Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna

Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×